Við endurtalningu komu up tvö frávik frá fyrri talningu þar sem tvö áður ógild atkvæði voru talin gild. Annað þeirra féll í skaut D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra en hitt var greitt B-lista Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra. Þetta staðfestir Ragnheiður Sveinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í sveitarfélaginu.
Niðurstaða endurtalningar hafði því ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa. Hér að neðan má sjá lokatölur eftir endurtalninguna:
- B listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra 217 atkvæði
- D listi Sjálfstæðismanna og óháðra 196 atkvæði
- N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra 214 atkvæði