„Ég var ánægður með frammistöðuna framan af, þangað til við komumst í 2-0, en við duttum svona fullmikið niður eftir það og gerðum þetta óþarflega spennandi. Það var kannski svona týpískt fyrir svona bikarleiki, það kom aukinn kraftur í þá og við fórum kannski að halda aðeins of mikið. En bara heilt yfir nokkuð sáttur,“ sagði Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, í samtali við Vísi eftir leik.
Ásgeir skoraði þriðja markið sitt á tímabilinu í leiknum, sem verður að teljast ágætis framlag frá miðverði í fjórum leikjum.
„Þetta er búið að vera að detta óvenju vel núna þetta sumarið. Ég er bara mjög sáttur með það að geta potað inn mörkum.“
Ásgeir er bjartsýnn á framhaldið í Mjólkurbikarnum. „Það er kominn tími til að ná einu bikarævintýri og við erum staðráðnir í það.“