Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 11:43 Svona leit Hamarshöllin í Hveragerði út áður en dúkurinn fauk ofan af henni. Fráfarandi meirihluti ákvað að strengja nýjan dúk yfir í stað hins gamla en svo virðist sem Hvergerðingum lítist illa á blikuna. Vísir/Magnús Hlynur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís. Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís.
Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira