Verðum að gera betur! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 1. júní 2022 12:01 Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Dæmi eru um að lögregla hafi ekki haft heimild til að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar máls vegna þess að t.d. foreldri er ekki sjálft aðili að málinu. En núgildandi ákvæði sakamálalaga gera ekki ráð fyrir því að aðstandendur hafi formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu/ákæruvaldi og þar af leiðandi þröngur stakkur sniðinn við að komast til botns í því hvað varð þess valdandi að viðkomandi lést. Við höfum heyrt af því að foreldrar barna sem eru nýorðnir lögráða hafi verið haldið utan við rannsókn mála, fengið litlar sem engar upplýsingar þar sem réttarstaða þeirra sem aðstandandendur hins látna er ekki tryggð að þessu leiti í ákvæðum sakamálalaga eins og staðan er í dag. Í núgildandi lögum öðlast aðstandendur ekki formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu og hafa þar af leiðandi ekki mörg úrræði til að fylgjast með framgangi rannsóknar hjá lögreglu. Úrbóta er verulega þörf því hagsmunirnir eru veigamiklir fyrir eftirlifandi aðstandendur og með réttu ættu að fá að geta farið þess á leit við lögreglu að fá upplýsingar um rannsókn á andláti og framvindu hennar. Breytingin sem beðið er eftir Til umræðu á Alþingi hefur verið frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og fullnustu refsinga. Það frumvarp felur í sér tímamótabreytingar í þágu réttarstöðu brotaþola en ekki síður gefur lögreglu betri verkfæri í hendurnar til að vinna með. Þá á einnig sjá þá réttarbót sem kallað hefur verið eftir og þar eru að finna ákvæði sem bætir réttarstöðu aðstandenda í þeim tilvikum þar sem rannsókn lögreglu beinist að orsök andláts einstaklings. Umrædd breyting felur í sér að aðstandanda er heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. Þessar breytingar varða t.d. aukna upplýsingaskyldu lögreglu til fyrirsvarsmanns og gefur lögreglu heimild til að veita réttargæslumanni aðgangi að gögnum. Það er afar mikilvægt að þessi breyting verði á löggjöfinni og við gefum aðstandendum þá hugarró við erfiðar aðstæður og mikla sorg að geta verið upplýst um hvernig framvindur með rannsókn á andláti sinna nánustu. Nú þegar höfum við séð hávært ákall um að þessi breyting verði á okkar réttarkerfi til og það er mín einlæga von að við getum komið skikki á þau atriði sem að þessum málum snúa og lögregla geti betur starfað í þeim lagaramma sem gildir um þeirra störf. Ljóst er að núverandi löggjöf gerir lögreglu það afar torvelt að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar vegna andláts og því getur, eins og gefur að skilja, mjög erfið staða komið upp beggja vegna borðsins. Við fengum ákall um breytingar, fylgjum ákallinu eftir og það er mín einlæga von að við sjáum þessa breytingu á löggjöfinni verða að veruleika án tafar! Við eigum að gera betur og átta okkur á mikilvægi þess að við uppfærum löggjöfina í takt við þróun samfélagsins. Við þurfum að læra að horfa og hlusta. Við þurfum að breytast! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Lögreglan Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Dæmi eru um að lögregla hafi ekki haft heimild til að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar máls vegna þess að t.d. foreldri er ekki sjálft aðili að málinu. En núgildandi ákvæði sakamálalaga gera ekki ráð fyrir því að aðstandendur hafi formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu/ákæruvaldi og þar af leiðandi þröngur stakkur sniðinn við að komast til botns í því hvað varð þess valdandi að viðkomandi lést. Við höfum heyrt af því að foreldrar barna sem eru nýorðnir lögráða hafi verið haldið utan við rannsókn mála, fengið litlar sem engar upplýsingar þar sem réttarstaða þeirra sem aðstandandendur hins látna er ekki tryggð að þessu leiti í ákvæðum sakamálalaga eins og staðan er í dag. Í núgildandi lögum öðlast aðstandendur ekki formlega stöðu á neinn hátt gagnvart lögreglu og hafa þar af leiðandi ekki mörg úrræði til að fylgjast með framgangi rannsóknar hjá lögreglu. Úrbóta er verulega þörf því hagsmunirnir eru veigamiklir fyrir eftirlifandi aðstandendur og með réttu ættu að fá að geta farið þess á leit við lögreglu að fá upplýsingar um rannsókn á andláti og framvindu hennar. Breytingin sem beðið er eftir Til umræðu á Alþingi hefur verið frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála og fullnustu refsinga. Það frumvarp felur í sér tímamótabreytingar í þágu réttarstöðu brotaþola en ekki síður gefur lögreglu betri verkfæri í hendurnar til að vinna með. Þá á einnig sjá þá réttarbót sem kallað hefur verið eftir og þar eru að finna ákvæði sem bætir réttarstöðu aðstandenda í þeim tilvikum þar sem rannsókn lögreglu beinist að orsök andláts einstaklings. Umrædd breyting felur í sér að aðstandanda er heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. Þessar breytingar varða t.d. aukna upplýsingaskyldu lögreglu til fyrirsvarsmanns og gefur lögreglu heimild til að veita réttargæslumanni aðgangi að gögnum. Það er afar mikilvægt að þessi breyting verði á löggjöfinni og við gefum aðstandendum þá hugarró við erfiðar aðstæður og mikla sorg að geta verið upplýst um hvernig framvindur með rannsókn á andláti sinna nánustu. Nú þegar höfum við séð hávært ákall um að þessi breyting verði á okkar réttarkerfi til og það er mín einlæga von að við getum komið skikki á þau atriði sem að þessum málum snúa og lögregla geti betur starfað í þeim lagaramma sem gildir um þeirra störf. Ljóst er að núverandi löggjöf gerir lögreglu það afar torvelt að upplýsa aðstandendur um framvindu rannsóknar vegna andláts og því getur, eins og gefur að skilja, mjög erfið staða komið upp beggja vegna borðsins. Við fengum ákall um breytingar, fylgjum ákallinu eftir og það er mín einlæga von að við sjáum þessa breytingu á löggjöfinni verða að veruleika án tafar! Við eigum að gera betur og átta okkur á mikilvægi þess að við uppfærum löggjöfina í takt við þróun samfélagsins. Við þurfum að læra að horfa og hlusta. Við þurfum að breytast! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar