„Ég hugsaði: Vá, það er eitthvað mikið í vændum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2022 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik U-19 ára liða Íslands og Þýskalands fyrir tveimur árum. Íslendingar unnu 2-0 sigur. getty/Johannes Simon Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir að það hafi hjálpað sér að hafa koma inn í íslenska landsliðið á sama tíma og nokkrir aðrir leikmenn á svipuðum aldri. Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Jón Þór Hauksson, þáverandi landsliðsþjálfari, Karólínu og fleiri unga leikmenn, meðal annars Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur, inn í landsliðið. „Það var góður árgangur að koma upp. Það hjálpaði mjög mikið að hafði spilað með nokkrum þeirra áður. Maður kom ekki inn í eitthvað alveg nýtt,“ sagði Karólína þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. „Jón Þór hækkaði rána með því að þora að spila yngri leikmönnum. Það var mjög gott hjá honum og það var þægilegt að hafa einhverja sem maður þekkti. Mér finnst frábær blanda í landsliðinu, af yngri og eldri leikmönnum.“ Klippa: Karólína um nýju kynslóðina Karólína var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem vann alla leiki sína á sterku móti á La Manga í mars 2020. Ísland sigraði Sviss 4-1, Ítalíu 7-1 og loks Þýskaland 2-0. Að sögn Karólínu sýndi sérstaklega sigurinn á Þjóðverjum að þessi hópur, leikmanna fæddra 2001-03, gæti náð langt. „Klárlega, ég man vel eftir þessum leik. Við byrjuðum á að hápressa þær og þær áttu ekki möguleika. Ég hugsaði: vá, það er eitthvað mikið í vændum, að koma inn í A-landsliðið,“ sagði Karólína. „Ég talaði við Glódísi [Perlu Viggósdóttur] og spurði hvernig henni hafi liðið þegar þessir yngri leikmenn komu inn í landsliðið. Hún sagðist hafa hugsað að einhver geggjuð kynslóð væri að koma núna. Ég held að allir hafi verið mjög spenntir yfir þessum úrslitum gegn Þýskalandi.“ Því miður fyrir Karólínu og stöllur hennar í U-19 ára liðinu gátu þær ekki spilað á lokamótinu sem var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Sjö af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn gegn Þýskalandi hafa leikið með A-landsliðinu: Karólína, Sveindís, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. 20. maí 2022 09:01
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00