Öskugos hafið á Filippseyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 17:15 Aska og gufa risu upp frá eldfjallinu Bulusan um hádegisbilið í dag. AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla. Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla.
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31
Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45