Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2022 17:12 Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin vill byggja. Flugmálayfirvöld telja hins vegar að byggingar þar trufli flugumferð. Reykjavíkurborg Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. Lóðin sem til stóð að borgarstjórn úthlutaði í dag er innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði. Þegar kom að afgreiðslu tillögunnar undir lok fundarins lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, því hins vegar yfir að málinu hefði verið frestað. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fór fyrir undirskriftarsöfnun Hjartans í Vatnsmýri til stuðnings flugvellinum árið 2013, vakti athygli á málinu í facebook-færslu í dag. „Nú á fyrsta degi reynir á borgarfulltrúa Framsóknar í nýjum meirihluta í borgarstjórn,“ segir Njáll Trausti um lóðarúthlutunina í Einarsnesi. „Hér er rétt að árétta að um er að ræða 4-5 hæða há hús. Það hefur komið fram af hálfu Isavia að slíkar byggingar munu hafa áhrif á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir þingmaðurinn. „Stóra spurningin er hvort borgarfulltrúar Framsóknar ætli að halda sig við þann málflutning síðast í gærkvöldi að unnið yrði með Isavia að þvi að tryggja flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Eða er borgarstjórnarflokkur Framsóknar að falla strax á fyrsta prófinu? Sólarhring eftir að stofnað var til nýs meirihluta á Reykjavík. Við skulum sjá hvernig fer,“ skrifar Njáll Trausti. Þeir Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson stóðu að undirskriftasöfnuninni Hjartað í Vatnsmýrinni árið 2013.Skjáskot/Stöð 2 Bæði Isavia og innviðaráðherra hafa lýst því yfir að nýjar byggingar á svæðinu muni skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði þann 4. maí síðastliðinn að það gengi ekki að borgin fengi Skerjafjarðarlandið afhent. Sagði hann leiðinlegt að þurfa að slá á puttana á meirihlutanum í borginni en ætlast yrði til þess að borgin virti flugvallarsamkomulag sem gert var fyrir tveimur árum. Daginn eftir, þann 5. maí, samþykkti borgarráð á átakafundi tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að úthluta lóðinni að Einarsnesi með byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir. Þar sem lóðarúthlutunin var afgreidd í ágreiningi þurfti að leggja málið fyrir borgarstjórn, sem gert var í dag. Málinu var hins vegar frestað, eins og fyrr segir. Hér má heyra innviðaráðherra slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum í síðasta mánuði og svör borgarstjóra: Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Lóðin sem til stóð að borgarstjórn úthlutaði í dag er innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði. Þegar kom að afgreiðslu tillögunnar undir lok fundarins lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, því hins vegar yfir að málinu hefði verið frestað. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fór fyrir undirskriftarsöfnun Hjartans í Vatnsmýri til stuðnings flugvellinum árið 2013, vakti athygli á málinu í facebook-færslu í dag. „Nú á fyrsta degi reynir á borgarfulltrúa Framsóknar í nýjum meirihluta í borgarstjórn,“ segir Njáll Trausti um lóðarúthlutunina í Einarsnesi. „Hér er rétt að árétta að um er að ræða 4-5 hæða há hús. Það hefur komið fram af hálfu Isavia að slíkar byggingar munu hafa áhrif á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir þingmaðurinn. „Stóra spurningin er hvort borgarfulltrúar Framsóknar ætli að halda sig við þann málflutning síðast í gærkvöldi að unnið yrði með Isavia að þvi að tryggja flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Eða er borgarstjórnarflokkur Framsóknar að falla strax á fyrsta prófinu? Sólarhring eftir að stofnað var til nýs meirihluta á Reykjavík. Við skulum sjá hvernig fer,“ skrifar Njáll Trausti. Þeir Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson stóðu að undirskriftasöfnuninni Hjartað í Vatnsmýrinni árið 2013.Skjáskot/Stöð 2 Bæði Isavia og innviðaráðherra hafa lýst því yfir að nýjar byggingar á svæðinu muni skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði þann 4. maí síðastliðinn að það gengi ekki að borgin fengi Skerjafjarðarlandið afhent. Sagði hann leiðinlegt að þurfa að slá á puttana á meirihlutanum í borginni en ætlast yrði til þess að borgin virti flugvallarsamkomulag sem gert var fyrir tveimur árum. Daginn eftir, þann 5. maí, samþykkti borgarráð á átakafundi tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að úthluta lóðinni að Einarsnesi með byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir. Þar sem lóðarúthlutunin var afgreidd í ágreiningi þurfti að leggja málið fyrir borgarstjórn, sem gert var í dag. Málinu var hins vegar frestað, eins og fyrr segir. Hér má heyra innviðaráðherra slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum í síðasta mánuði og svör borgarstjóra:
Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58