Stækkuðu útboðið vegna eftirspurnar Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2022 11:35 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. GUNNAR SVANBERG SKULASON Rúmlega fimm þúsund áskriftir bárust í almennu hlutafjárútboða Nova Klúbbsins hf., sem lauk á föstudaginn. Andvirði áskriftanna var um tólf milljarða króna og samsvarar það tæplega tvöfaldri eftirspurn, sé miðað við grunnstærð útboðsins. Útboðið var því stækkað um tuttugu prósent og heildarvirði seldra hluta var tæplega 8,7 milljarðar króna. í tilkynningu frá Nova segir að eftirspurn eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A hafi verið tæplega þreföld, miðað við grunnstærð útborðsins. Einnig var umfram eftirspurn eftir öllum hlutum í áskriftarbók B. Útboðsgengi í báðum áskriftarbókum nam 5,11 krónum á hlut. Fjárfestum verður tilkynnt um úthlutanir á morgun. Gjalddagi er 16. júní og stendur til að afhenda hlutina til fjárfesta þann 20. júní. Degi síðar eiga viðskipti með hina nýju hluti að hefjast. Sjá einnig: Mæla með kaupum í Nova og verðmeta félagið á yfir 22 milljarða „Nú er vel heppnuðu hlutafjárútboði lokið og við fögnum áhuga fjárfesta á félaginu. Í apríl síðastliðnum fór fram hlutafjáraukning þar sem sterkur hópur fjárfesta kom að borðinu. Nú hefur hluthafahópur félagsins styrkst enn frekar með aðkomu almennings og fjölda öflugra stofnanafjárfesta. Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu félagsins í samstarfi við nýja hluthafa,“ er haft eftir Hugh Short, stjórnarformanni Nova Klúbbsins. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hæstánægða með að fá að bjóða um fimm þúsund manns velkomna til að taka þátt í að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu stærsta skemmtistaðar í heimi. „Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá þátttöku núverandi viðskiptavina en um 1.500 þeirra tóku þátt í útboðinu. Nú tekur við næsti kafli í sögu Nova sem skráð félag og erum við spennt að hringja bjöllunni þann 21. júní næstkomandi,“ segir Margrét. Kauphöllin Fjarskipti Nova Tengdar fréttir Nova kallar eftir skýrum reglum um inngrip vegna Huawei Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna. 7. júní 2022 12:05 Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. 3. júní 2022 15:45 Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní. 1. júní 2022 18:02 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Sjá meira
Útboðið var því stækkað um tuttugu prósent og heildarvirði seldra hluta var tæplega 8,7 milljarðar króna. í tilkynningu frá Nova segir að eftirspurn eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A hafi verið tæplega þreföld, miðað við grunnstærð útborðsins. Einnig var umfram eftirspurn eftir öllum hlutum í áskriftarbók B. Útboðsgengi í báðum áskriftarbókum nam 5,11 krónum á hlut. Fjárfestum verður tilkynnt um úthlutanir á morgun. Gjalddagi er 16. júní og stendur til að afhenda hlutina til fjárfesta þann 20. júní. Degi síðar eiga viðskipti með hina nýju hluti að hefjast. Sjá einnig: Mæla með kaupum í Nova og verðmeta félagið á yfir 22 milljarða „Nú er vel heppnuðu hlutafjárútboði lokið og við fögnum áhuga fjárfesta á félaginu. Í apríl síðastliðnum fór fram hlutafjáraukning þar sem sterkur hópur fjárfesta kom að borðinu. Nú hefur hluthafahópur félagsins styrkst enn frekar með aðkomu almennings og fjölda öflugra stofnanafjárfesta. Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu félagsins í samstarfi við nýja hluthafa,“ er haft eftir Hugh Short, stjórnarformanni Nova Klúbbsins. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hæstánægða með að fá að bjóða um fimm þúsund manns velkomna til að taka þátt í að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu stærsta skemmtistaðar í heimi. „Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá þátttöku núverandi viðskiptavina en um 1.500 þeirra tóku þátt í útboðinu. Nú tekur við næsti kafli í sögu Nova sem skráð félag og erum við spennt að hringja bjöllunni þann 21. júní næstkomandi,“ segir Margrét.
Kauphöllin Fjarskipti Nova Tengdar fréttir Nova kallar eftir skýrum reglum um inngrip vegna Huawei Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna. 7. júní 2022 12:05 Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. 3. júní 2022 15:45 Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní. 1. júní 2022 18:02 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Sjá meira
Nova kallar eftir skýrum reglum um inngrip vegna Huawei Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna. 7. júní 2022 12:05
Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. 3. júní 2022 15:45
Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní. 1. júní 2022 18:02