Sumir með hundruð bita eftir helgina Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. júní 2022 17:10 Sigríður Dór Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk taka bitin á kassann. Samsett mynd Lúsmý hefur verið landsmönnum til mikils ama síðastliðna daga víðsvegar um landið. Heilsugæslur urðu fyrst varar við bitin að einhverju ráði fyrir um viku síðan að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Inni á Facebook hópnum „Lúsmý á Íslandi“ má sjá fólk lýsa eigin raunum eftir lúsmýbit og leita ráða. Bitfjöldi sumra hleypur á hundruðum, en fólk viðist bregðast mis illa við þeim. Svo virðist sem fólk hafi verið bitið nokkuð í sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og Vesturlandi. Til að mynda í Brekkuskógi, Húsafelli og rétt hjá Galtalæk. Sigríður segir starfsfólk heilsugæslustöðva hafa orðið vart við fyrstu tilfelli bita fyrir um viku síðan og hafi fólk verið mest að leita svara á netspjalli Heilsuveru eða í apótekum. Aðspurð hvað sé það helsta sem heilsugæslan sé að ráðleggja gegn bitunum segir Sigríður mikilvægt að reyna að sofa með lokaðan glugga til þess að verja sig. Ef fólk sé nú þegar bitið sé mikilvægt að kæla bitin, til dæmis með kælikremi eða nota eftirbitskrem, og þá megi nota væga stera eða ofnæmistöflur. Hún segir þó best að grípa fyrst til kælingar. Illa bitin eftir dvöl á SuðurlandiAðsent Telur fólk vera búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki Aðspurð hvernig tilfelli séu að koma sérstaklega á heilsugæsluna segir hún fólk stundum koma þegar það sé illa bitið. „Þá fer fólk að vera hrætt um að það sé sýkt því þá er svo mikill roði og hiti og þá er kannski það sem fólk vill vera viss um að það sé ekki sýking í þessu, sem er mjög sjaldan.“ Sigríður segir að heilsugæslan hafi ekki fundið fyrir neinni aukningu í tilfellum miðað við árið áður. Hún telur að fólk sé búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki, „það tekur þetta bara á kassann.“ Að lokum hvetur Sigríður fólk til þess að nota þau ráð sem séu til, allar upplýsingar um skordýrabit megi finna á Heilsuveru. Lúsmý Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Inni á Facebook hópnum „Lúsmý á Íslandi“ má sjá fólk lýsa eigin raunum eftir lúsmýbit og leita ráða. Bitfjöldi sumra hleypur á hundruðum, en fólk viðist bregðast mis illa við þeim. Svo virðist sem fólk hafi verið bitið nokkuð í sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og Vesturlandi. Til að mynda í Brekkuskógi, Húsafelli og rétt hjá Galtalæk. Sigríður segir starfsfólk heilsugæslustöðva hafa orðið vart við fyrstu tilfelli bita fyrir um viku síðan og hafi fólk verið mest að leita svara á netspjalli Heilsuveru eða í apótekum. Aðspurð hvað sé það helsta sem heilsugæslan sé að ráðleggja gegn bitunum segir Sigríður mikilvægt að reyna að sofa með lokaðan glugga til þess að verja sig. Ef fólk sé nú þegar bitið sé mikilvægt að kæla bitin, til dæmis með kælikremi eða nota eftirbitskrem, og þá megi nota væga stera eða ofnæmistöflur. Hún segir þó best að grípa fyrst til kælingar. Illa bitin eftir dvöl á SuðurlandiAðsent Telur fólk vera búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki Aðspurð hvernig tilfelli séu að koma sérstaklega á heilsugæsluna segir hún fólk stundum koma þegar það sé illa bitið. „Þá fer fólk að vera hrætt um að það sé sýkt því þá er svo mikill roði og hiti og þá er kannski það sem fólk vill vera viss um að það sé ekki sýking í þessu, sem er mjög sjaldan.“ Sigríður segir að heilsugæslan hafi ekki fundið fyrir neinni aukningu í tilfellum miðað við árið áður. Hún telur að fólk sé búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki, „það tekur þetta bara á kassann.“ Að lokum hvetur Sigríður fólk til þess að nota þau ráð sem séu til, allar upplýsingar um skordýrabit megi finna á Heilsuveru.
Lúsmý Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira