Apple kaupir réttinn að Arnóri, Róberti, Þorleifi og félögum í MLS-deildinni fyrir metfé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 08:00 Arnór Ingvi í vægast sagt íslensku veðri með New England Revolution. Andrew Katsampes/Getty Images Hugbúnaðarrisinn Apple hefur keypt sýningarréttinn að MLS-deildinni í fótbolta fyrir tvo og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Samsvarar það tæplega 332 milljörðum íslenskra króna. Samningurinn gildir til tíu ára. Frá og með næsta ári mun hugbúnaðarfyrirtækið Apple sýna frá öllum leikjum MLS-deildarinnar í fótbolta. Hægt verður að horfa á alla leiki í öllum mögulegum Apple-tækjum. Þá verða ýmiskonar tilboð, árspassar og fleira því um líkt í boði. MLS er efsta deild fótboltans í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum íþróttum þar í landi falla lið hvorki né komast upp um deild. Til að taka þátt í MLS-deildinni þurfa lið að kaupa sig inn í deildina og má áætla að nýr sjónvarpsréttur geri það töluvert dýrara en að sama skapi töluvert hagstæðara. Every club. Every match. Everywhere. Coming to the @AppleTV app, 2023.Details: https://t.co/vkrUm1HzVN pic.twitter.com/jxPBI9aqMn— Major League Soccer (@MLS) June 14, 2022 Í deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn: Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo. Þá varð Guðmundur Þórarinsson meistari með New York City á síðustu leiktíð. Til þessa hefur sjónvarpssamningur deildarinnar ekki verið mikils virði ef miðað er við stærstu íþróttir Bandaríkjanna. Hugbúnaðarrisinn er hins vegar til í að skuldbinda sig til tíu ára og borga fyrir það tæplega 332 milljarða íslenskra króna. Það sem gerir samninginn enn merkilegri er að Apple mun ekki endilega eiga einkarétt á sýningarréttinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á deildina en mögulega mun þetta trekkja fleiri stjörnur að. Hver veit nema Lionel Messi taki tilboði David Beckham og spili fyrir Inter Miami fyrr en síðar. Fótbolti MLS Apple Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira
Frá og með næsta ári mun hugbúnaðarfyrirtækið Apple sýna frá öllum leikjum MLS-deildarinnar í fótbolta. Hægt verður að horfa á alla leiki í öllum mögulegum Apple-tækjum. Þá verða ýmiskonar tilboð, árspassar og fleira því um líkt í boði. MLS er efsta deild fótboltans í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum íþróttum þar í landi falla lið hvorki né komast upp um deild. Til að taka þátt í MLS-deildinni þurfa lið að kaupa sig inn í deildina og má áætla að nýr sjónvarpsréttur geri það töluvert dýrara en að sama skapi töluvert hagstæðara. Every club. Every match. Everywhere. Coming to the @AppleTV app, 2023.Details: https://t.co/vkrUm1HzVN pic.twitter.com/jxPBI9aqMn— Major League Soccer (@MLS) June 14, 2022 Í deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn: Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo. Þá varð Guðmundur Þórarinsson meistari með New York City á síðustu leiktíð. Til þessa hefur sjónvarpssamningur deildarinnar ekki verið mikils virði ef miðað er við stærstu íþróttir Bandaríkjanna. Hugbúnaðarrisinn er hins vegar til í að skuldbinda sig til tíu ára og borga fyrir það tæplega 332 milljarða íslenskra króna. Það sem gerir samninginn enn merkilegri er að Apple mun ekki endilega eiga einkarétt á sýningarréttinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á deildina en mögulega mun þetta trekkja fleiri stjörnur að. Hver veit nema Lionel Messi taki tilboði David Beckham og spili fyrir Inter Miami fyrr en síðar.
Fótbolti MLS Apple Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti