Skötunni var sleppt aftur í ána þegar búið var að mæla hana og merkja svo hægt væri að fylgjast með henni í framtíðinni. Skatan reyndist vera um fjórir metrar á lengd.
Líffræðingurinn Zeb Hogan var einn þeirra sem tók þátt í að merkja fiskinn en hann starfar fyrir samtökin Wonders of Mekong sem eru náttúruverndarsamtök við ána.

„Þetta er einnig ansi spennandi þar sem þetta þýðir að þessi hluti Mekong-árinnar er enn í góðu standi. Það er kannski von um að þessir stóru fiskar búi enn hér,“ sagði hann í samtali við CNN.
Fyrir gærdaginn var stærsti ferskvatnsfiskur sögunnar 293 kílóa leirgedda sem veiddist í norðurhluta Tælands árið 2005.