Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 07:50 Vopnaður lögreglumaður á vettvangi skotárásarinnar í Osló í nótt. Byssumaðurinn hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. AP/Javad Parsa/NTB Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira