Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 09:11 Cassidy Hutchinson er 25 ára gamall fyrrverandi ráðgjafi Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta húss Trump. Hún bar vitni um það sem hún sá og heyrði í kringum árásina á þinghúsið 6. janúar 2021. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. Cassidy Hutchinson, ráðgjafi Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta húss Trump, bar vitni á opnum fundi nefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 í gær. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi nýrra og eldfimra upplýsinga sem Hutchinson lagði fram. Lýsti hún orðum og gjörðum og Trump daginn sem árásin var gerð. Stuðningsmenn Trump réðust þá inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna 2020 sem þeirra maður tapaði. Trump hafi fóðrað þá á lygum um að Mike Pence, varaforseti, hefði völd til að hafna úrslitunum. Þegar Trump var sagt að morgni 6. janúar að sumir stuðningsmanna hans sem voru á leið á útifund með forsetanum í Washington-borg væru vopnaðir vildi hann að öryggisverðir slökktu á vopnaleitarhliðum. „Mér er sama þó að þeir séu vopnaðir. Þeir eru ekki að fara að særa mig,“ fullyrðir Hutchinson að Trump hafi sagt. Stuðningsmennirnir gætu svo gengið frá útifundinum að þinghúsinu. Það er einmitt það sem hópurinn gerði. Hluti hans braut sér svo leið inn í þinghúsið eftir að hafa slegist við lögreglumenn. Árásin kostaði nokkur mannslíf, þar á meðal stuðningskonu Trump sem var skotin til bana af lögreglumanni þegar hún reyndi að komast inn í sal fulltrúadeildarinnar. „Verðum ákærð fyrir alla hugsanlega glæpi“ Á útifundinum þar sem Trump endurtók lygar sína um að stórfelld kosningasvik hefðu verið framin hvatti hann stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu. Sagðist hann jafnframt ætla að fylgja þeim þangað. Forsetinn hélt hins vegar aftur í Hvíta húsið í stað þess að fara með hersingunni að þinghúsinu. Hutchinson upplýsti þó að Trump hafi verið harðákveðinn í að fara sjálfur að þinghúsinu og brugðist illur við því að vera ekið að Hvíta húsinu í staðinn. Hún sagðist hafa heyrt það frá einum úr öryggisliði Trump að forsetinn hefði reynt að grípa í stýri forsetabifreiðarinnar og hrópað eitthvað í líkingu við: „Ég er helvítis forsetinn, farðu með mig að þinghúsinu núna.“ Aðrir úr öryggisliði Trump vefengja að hann hafi reynt að grípa í stýrið og sögðust eftir vitnisburð Hutchinson tilbúnir að bera vitni um það. Þeir rengdu þó ekki lýsingar á reiði Trump yfir að fá ekki að fara að þinghúsinu. Pat Cipollone, lögfræðingur Hvíta hússins, sagði Hutchinson að hefði varað eindregið við því að Trump færi að þinghúsinu nokkrum dögum áður en til atburðanna kom. Hann hafi sagt við að hún yrði að hjálpa sér við að sannfæra Meadows um að tryggja að það gerðist ekki. „Við verðum ákærð fyrir alla hugsanlega glæpi ef við leyfum þeirri ferð að gerast,“ hafði Hutchinson eftir lögfræðingnum. „Hann vill ekki gera neitt“ Cipollone hafi meðal annars óttast ákærur fyrir að hindra framgang réttvísinnar, kosningasvik og hvatningu til óeirða. Hutchinson fullyrti að Meadows skrifstofustjóri og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hafi enda báðir falast eftir því að Trump náðaði þá forvirkt áður en hann léti af embætti. Dró hún upp ófagra mynd af yfirmanni sínum Meadows. Hann hafi lítið sem ekkert brugðist við, jafnvel þegar allt stefndi í og var komið í óefni 6. janúar. Þegar Cipollone óð á hann og krafðist þess að hann fengi Trump til að skarast í leikinn eftir að stuðningsmenn hans voru komnir inn í þinghúsið hafi Meadows aðeins sagt: „Hann vill ekki gera neitt, Pat.“ Cipollone á þá að hafa sagt: „Mark, það verður að gera eitthvað, annars á fólk eftir að deyja og blóðið verður á þínum helvítis höndum. Þetta er að fara úr böndunum, ég ætla að fara þangað niður eftir.“ Hutchinson segist segist hafa heyrt Meadows og Cipollone tala saman eftir að þeir ræddu við Trump um að stuðningsmenn hans hrópuðu slagorð um að hengja Pence varaforseta. „Þú heyrðir í honum, Pat. Honum finnst Mike [Pence] eiga það skilið. Honum finnst ekki að þau séu að gera neitt rangt,“ á Meadows að hafa sagt þegar Cipollone fáraðist yfir að stuðningsmennirnir vildu hengja varaforsetann. Mark Meadows, skrifstofustjóri Hvíta hússins, (t.v.) með Donald Trump forseta (t.h.) og syni hans Donald Trump yngri baksviðs á útifundi forsetans 6. janúar í fyrra.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Grýtti matardisk í vegginn Sagði Hutchinson einnig sögur af reiðiköstum forsetans vikurnar eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir Joe Biden. Í byrjun desember hafi hún heyrt mikinn skarkala í Hvíta húsinu. Þegar hún gekk inn í herbergið þaðan sem hljóðin komu var tómatsósa á veggnum og brotinn postulínsdiskur á gólfinu. Trump hafði þá grýtt hádegismatnum sínum í vegginn eftir að hann sá viðtal við William Barr, dómsmálaráðherra sinna, þar sem hann sagði engar sannanir fyrir því að kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn. Þetta var ekki eina skiptið sem Hutchinson sagði að Trump hefði kastað diskum í Hvíta húsinu. Trump hafnaði þessari sögu Hutchinson og vitnisburði hennar í heild í samfélagsmiðlafærslu. Kallaði hann hana „algeran svikahrapp“. Henni væri ekki treystandi því hann hefði hafnað umsókn hennar um starf eftir að hann lét af embætti, að sögn Washington Post. Þess ber að geta að Trump hefur ítrekað logið um samskipti sín við fólk, ekki síst þegar hann svarar gagnrýni eða óþægilegum uppljóstrunum. Mick Mulvaney, forveri Meadows í starfi skrifstofustjóra Hvíta hússins, sagðist þó telja að Hutchinson segði satt. Í tísti sagði hann einnig að vitnisburðurinn hafi verið afar slæmur fyrir Trump og að ekki tæki betra við á næstunni. Cheney's closing is stunning: they think they have evidence of witness tampering and obstruction of justice.There is an old maxim: it's never the crime, it's always the coverup.Things went very badly for the former President today. My guess is that it will get worse from here— Mick Mulvaney (@MickMulvaney) June 28, 2022 Liz Cheney, þingmaður Repúblikanaflokksins sem stýrði vitnaleiðslu þingnefndarinnar í gær, lofaði hugrekki Hutchinson. Margir aðrir hefðu neitað að bera vitni eða afhenda gögn. Lýsti hún því að vitni sem hefðu komið fyrir nefndina hefðu fengið símtöl og skilaboð um að Trump fylgdist með þeim áður en þau báru vitni. Einum þeirra sem bar vitni hafi verið sagt að hann yrði áfram í náðinni hjá Trump ef hann héldi áfram að „spila fyrir liðið“. „Ég held að flestir Bandaríkjamenn viti að það að reyna að hafa áhrif á vitni til þess að þau beri ljúgvitni sé alvarlegt áhyggjuefni,“ sagði Cheney sem var ein örfárra repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni á þinghúsið. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. 28. júní 2022 14:11 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Cassidy Hutchinson, ráðgjafi Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta húss Trump, bar vitni á opnum fundi nefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 í gær. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi nýrra og eldfimra upplýsinga sem Hutchinson lagði fram. Lýsti hún orðum og gjörðum og Trump daginn sem árásin var gerð. Stuðningsmenn Trump réðust þá inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna 2020 sem þeirra maður tapaði. Trump hafi fóðrað þá á lygum um að Mike Pence, varaforseti, hefði völd til að hafna úrslitunum. Þegar Trump var sagt að morgni 6. janúar að sumir stuðningsmanna hans sem voru á leið á útifund með forsetanum í Washington-borg væru vopnaðir vildi hann að öryggisverðir slökktu á vopnaleitarhliðum. „Mér er sama þó að þeir séu vopnaðir. Þeir eru ekki að fara að særa mig,“ fullyrðir Hutchinson að Trump hafi sagt. Stuðningsmennirnir gætu svo gengið frá útifundinum að þinghúsinu. Það er einmitt það sem hópurinn gerði. Hluti hans braut sér svo leið inn í þinghúsið eftir að hafa slegist við lögreglumenn. Árásin kostaði nokkur mannslíf, þar á meðal stuðningskonu Trump sem var skotin til bana af lögreglumanni þegar hún reyndi að komast inn í sal fulltrúadeildarinnar. „Verðum ákærð fyrir alla hugsanlega glæpi“ Á útifundinum þar sem Trump endurtók lygar sína um að stórfelld kosningasvik hefðu verið framin hvatti hann stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu. Sagðist hann jafnframt ætla að fylgja þeim þangað. Forsetinn hélt hins vegar aftur í Hvíta húsið í stað þess að fara með hersingunni að þinghúsinu. Hutchinson upplýsti þó að Trump hafi verið harðákveðinn í að fara sjálfur að þinghúsinu og brugðist illur við því að vera ekið að Hvíta húsinu í staðinn. Hún sagðist hafa heyrt það frá einum úr öryggisliði Trump að forsetinn hefði reynt að grípa í stýri forsetabifreiðarinnar og hrópað eitthvað í líkingu við: „Ég er helvítis forsetinn, farðu með mig að þinghúsinu núna.“ Aðrir úr öryggisliði Trump vefengja að hann hafi reynt að grípa í stýrið og sögðust eftir vitnisburð Hutchinson tilbúnir að bera vitni um það. Þeir rengdu þó ekki lýsingar á reiði Trump yfir að fá ekki að fara að þinghúsinu. Pat Cipollone, lögfræðingur Hvíta hússins, sagði Hutchinson að hefði varað eindregið við því að Trump færi að þinghúsinu nokkrum dögum áður en til atburðanna kom. Hann hafi sagt við að hún yrði að hjálpa sér við að sannfæra Meadows um að tryggja að það gerðist ekki. „Við verðum ákærð fyrir alla hugsanlega glæpi ef við leyfum þeirri ferð að gerast,“ hafði Hutchinson eftir lögfræðingnum. „Hann vill ekki gera neitt“ Cipollone hafi meðal annars óttast ákærur fyrir að hindra framgang réttvísinnar, kosningasvik og hvatningu til óeirða. Hutchinson fullyrti að Meadows skrifstofustjóri og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hafi enda báðir falast eftir því að Trump náðaði þá forvirkt áður en hann léti af embætti. Dró hún upp ófagra mynd af yfirmanni sínum Meadows. Hann hafi lítið sem ekkert brugðist við, jafnvel þegar allt stefndi í og var komið í óefni 6. janúar. Þegar Cipollone óð á hann og krafðist þess að hann fengi Trump til að skarast í leikinn eftir að stuðningsmenn hans voru komnir inn í þinghúsið hafi Meadows aðeins sagt: „Hann vill ekki gera neitt, Pat.“ Cipollone á þá að hafa sagt: „Mark, það verður að gera eitthvað, annars á fólk eftir að deyja og blóðið verður á þínum helvítis höndum. Þetta er að fara úr böndunum, ég ætla að fara þangað niður eftir.“ Hutchinson segist segist hafa heyrt Meadows og Cipollone tala saman eftir að þeir ræddu við Trump um að stuðningsmenn hans hrópuðu slagorð um að hengja Pence varaforseta. „Þú heyrðir í honum, Pat. Honum finnst Mike [Pence] eiga það skilið. Honum finnst ekki að þau séu að gera neitt rangt,“ á Meadows að hafa sagt þegar Cipollone fáraðist yfir að stuðningsmennirnir vildu hengja varaforsetann. Mark Meadows, skrifstofustjóri Hvíta hússins, (t.v.) með Donald Trump forseta (t.h.) og syni hans Donald Trump yngri baksviðs á útifundi forsetans 6. janúar í fyrra.AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Grýtti matardisk í vegginn Sagði Hutchinson einnig sögur af reiðiköstum forsetans vikurnar eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir Joe Biden. Í byrjun desember hafi hún heyrt mikinn skarkala í Hvíta húsinu. Þegar hún gekk inn í herbergið þaðan sem hljóðin komu var tómatsósa á veggnum og brotinn postulínsdiskur á gólfinu. Trump hafði þá grýtt hádegismatnum sínum í vegginn eftir að hann sá viðtal við William Barr, dómsmálaráðherra sinna, þar sem hann sagði engar sannanir fyrir því að kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn. Þetta var ekki eina skiptið sem Hutchinson sagði að Trump hefði kastað diskum í Hvíta húsinu. Trump hafnaði þessari sögu Hutchinson og vitnisburði hennar í heild í samfélagsmiðlafærslu. Kallaði hann hana „algeran svikahrapp“. Henni væri ekki treystandi því hann hefði hafnað umsókn hennar um starf eftir að hann lét af embætti, að sögn Washington Post. Þess ber að geta að Trump hefur ítrekað logið um samskipti sín við fólk, ekki síst þegar hann svarar gagnrýni eða óþægilegum uppljóstrunum. Mick Mulvaney, forveri Meadows í starfi skrifstofustjóra Hvíta hússins, sagðist þó telja að Hutchinson segði satt. Í tísti sagði hann einnig að vitnisburðurinn hafi verið afar slæmur fyrir Trump og að ekki tæki betra við á næstunni. Cheney's closing is stunning: they think they have evidence of witness tampering and obstruction of justice.There is an old maxim: it's never the crime, it's always the coverup.Things went very badly for the former President today. My guess is that it will get worse from here— Mick Mulvaney (@MickMulvaney) June 28, 2022 Liz Cheney, þingmaður Repúblikanaflokksins sem stýrði vitnaleiðslu þingnefndarinnar í gær, lofaði hugrekki Hutchinson. Margir aðrir hefðu neitað að bera vitni eða afhenda gögn. Lýsti hún því að vitni sem hefðu komið fyrir nefndina hefðu fengið símtöl og skilaboð um að Trump fylgdist með þeim áður en þau báru vitni. Einum þeirra sem bar vitni hafi verið sagt að hann yrði áfram í náðinni hjá Trump ef hann héldi áfram að „spila fyrir liðið“. „Ég held að flestir Bandaríkjamenn viti að það að reyna að hafa áhrif á vitni til þess að þau beri ljúgvitni sé alvarlegt áhyggjuefni,“ sagði Cheney sem var ein örfárra repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni á þinghúsið.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. 28. júní 2022 14:11 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. 28. júní 2022 14:11
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29