Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef Embætti landlæknis. Fyrstu þrjú tilfelli apabólu hér á landi voru rakin til ferða til Evrópu.
Smitrakning stendur nú yfir og er viðkomandi við góða heilsu og dvelur í einangrun heima.
Enn hafa bóluefni eða veirulyf ekki borist til landsins en síðustu fréttir frá Evrópusambandinu herma, að von sé á fyrstu sendingu innan fárra vikna.
Nú hafa um þrjú þúsund manns greinst með apabólu í Evrópu á þessu ári og eru alvarleg veikindi fátíð.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf út á dögunum að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í yfir fimmtíu löndum.