Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2022 20:05 Allt þarf að vera farið af svæðinu á Laugarvatni fyrir næstu áramót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira