Einbeittur brotavilji – Þegar Ísraelshatur og Gyðingahatur helst í hendur Finnur Th. Eiríksson skrifar 2. júlí 2022 13:01 Það verður seint sagt að almennir fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafi farið mjúkum höndum um Ísraelsríki upp á síðkastið. Andstæðingar Ísraels fara að vísu misvarlega í yfirlýsingum sínum. Sumir kveðast einungis vera andstæðingar stefnu stjórnvalda í Ísrael og frábiðja sér allt sem getur kallast Gyðingahatur. Vissulega er ekki ámælisvert að lýsa yfir persónulegri andstöðu við stefnu stjórnvalda. Ekkert ríki er hafið yfir gagnrýni og þar er Ísrael engin undantekning. En það sem gæti talist réttmæt gagnrýni á ísraelsk yfirvöld getur hæglega tekið á sig dekkri mynd. Umfjöllun sem er sett fram sem gagnrýni á Ísrael hefur iðulega verið samofin haturshugmyndum um Gyðinga. Þetta vandamál er að ákveðnu marki óhjákvæmilegt vegna sterkrar tengingar Ísraelsríkis við Gyðingaþjóðina. Þeir sem raunverulega hata Gyðinga en vilja ekki opinbera hatur sitt virðast nota gagnrýni á Ísrael sem eins konar bakdyr til að veita hatri sínu útrás. Uppspretta Gyðingahaturs Gyðingahatarar voga sér stundum að fullyrða að þeir hafi „góðar ástæður“ fyrir hatri sínu. En allar slíkar „ástæður“ fela í sér alhæfingar um heila þjóð sem telur um 15 milljón manns. Þetta eru því einungis átyllur en ekki réttmætar ástæður. Gyðingahatur á sér aðeins eina grundvallarskýringu. Gyðingar hafa alla tíð verið hataðir einfaldlega vegna þess að þeir hafa vogað sér að vera ólíkir nágrönnum sínum. Þeir hafa ekki aðeins varðveitt þjóðmenningu sína heldur einnig trú sína. Í mörgum tilvikum komu þeir sér undan þvingaðri kristnitöku í Evrópu og harðneskjulegri útbreiðslu íslams í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Hluti allra samfélaga virðist eiga erfitt með að þola hvern þann sem brýtur í bága við óskrifaðar reglur samfélagsins. Allar andgyðinglegar hugmyndir og sögur eru sprottnar frá einstaklingum og samfélögum sem vildu útrýma Gyðingum eða hrekja þá á brott. Þessi staðreynd gerir það að verkum að flest það sem skrifað hefur verið um Gyðinga á Vesturlöndum undanfarin tvö árþúsund er ýmist afbakað eða ósatt á einn eða annan hátt. Einbeittur brotavilji Í aldanna rás fengu margir Vesturlandabúar haturshugmyndir um Gyðinga með móðurmjólkinni. Margir foreldrar hafa sagt börnum sínum sögur um Gyðinga sem gráðuga, meinfýsna og menningarsnauða. Fjölmargir trúartextar, skáldsögur og blaðagreinar hafa miðlað sömu skilaboðum. Allar þessar hugmyndir eiga sér einn samnefnara: Þær eru birtingarmyndir afmennskunar á Gyðingum. En hvað felur afmennskun nákvæmlega í sér? Afmennskun á sér stað þegar einn þjóðfélagshópur hafnar því að meintir óvinir þeirra eigi sér mannlegar kenndir. Skýrasti samnefnari afmennskunar á Gyðingum til forna var stöðugur áróður um að þeir hafi einbeittan brotavilja gegn öllum öðrum hópum fólks. Sama tilhneiging til afmennskunar sést gagnvart Ísraelsmönnum í dag. Alhæfingum um einbeittan brotavilja er gróflega hægt að skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að öll verk Gyðinga/Ísraelsmanna sem aðrir njóta góðs af byggi á duldu eigingjörnu tilefni. Þessi hugmynd útilokar möguleikann á því að Gyðingar/Ísraelsmenn geti haft mannlegar kenndir eins og gæsku eða samhygð. Í öðru lagi er aldrei gert ráð fyrir að Gyðingar/Ísraelsmenn geti gert mannleg mistök vegna eiginleika eins og ótta eða reynsluleysis. Þess í stað er litið á öll möguleg mistök þeirra sem meðvituð illskuverk. Er virkilega ekkert hatur fólgið í því að ætla Ísraelsmönnum alltaf hið versta líkt og vestrænir fjölmiðlar hafa gert áratugum saman? Auk heldur, er eitthvað vit í því að aðskilja fornar birtingarmyndir Gyðingahaturs og „gagnrýni“ á Ísrael þegar sú gagnrýni felur í sér nákvæmlega sömu dylgjurnar um einbeittan brotavilja? Blóðrógur Á Englandi á 12. öld voru Gyðingar í fyrsta sinn sakaðir um að hafa rænt kristnum börnum, myrt þau og notað blóð þeirra sem innihaldsefni í brauð. Þessi sérkennilega haturshugmynd er jafnan kölluð „blóðrógur“ (e. blood libel) og hún breiddist út um alla Evrópu á skömmum tíma eftir að hún skaut upp kollinum á Englandi. Blóðrógur var reglulega notaður sem átylla til að útrýma heilu Gyðingasamfélögunum í Evrópu á síðmiðöldum og allt fram á 20. öldina. Fréttaflutningur almennra fjölmiðla af Ísraelsríki hefur oft dregið dám af þessum forna rógi. Staðhæfingar um einbeittan brotavilja Ísraelsmanna gegn minnihlutahópi Palestínumanna hafa ítrekað verið settar fram gagnrýnislaust á svipaðan hátt og blóðrógurinn. Í slíkum tilvikum hefur fjölmiðlum ekki þótt nauðsynlegt að afla frekari sönnunargagna. Ástæðan er að öllum líkindum sú að æsifréttalegar staðhæfingar um meinta illgirni Ísraelsmanna eru í samræmi við fornar hugmyndir um meinta illgirni Gyðinga. Mörg samfélög hafa tekið slíkum sögum um Gyðinga sem heilögum sannleik og þau virðast ósjálfrátt hafa heimfært þann rótgróna ávana upp á Ísraelsríki nútímans. Áform um heimsyfirráð Án vafa eru „Áætlanir Síonaröldunga“ eitt alræmdasta hatursrit allra tíma. Ritið var gefið út í Rússneska keisaradæminu skömmu eftir aldamótin 1900 og fjallar um meint áform Gyðinga um heimsyfirráð. Ritið var hins vegar snemma afhjúpað sem ritstuldur. Það er í megindráttum endursögn á „Samtali í helvíti á milli Machiavelli og Montesqieu“ – frönsku ádeiluriti frá árinu 1864 sem fjallar ekki á nokkurn hátt um Gyðinga. Þessi samsæriskenning hafði mikil áhrif víða um heim, meðal annars á andgyðinglegar hugmyndir þýskra nasista. Með þessa kenningu til hliðsjónar voru nasistar og aðrir Gyðingahatarar iðnir við að birta skopmyndir þar sem Gyðingaþjóðin var holdgerð sem kolkrabbi, könguló eða annað marglappa dýr. Í seinni tíð hafa myndir gengið manna á milli sem holdgera Ísraelsríki sem einhvers konar marglappa kvikindi sem umlykur heiminn eða þekkt mannvirki. Ein slík mynd sýnir facehugger-skrímslið úr kvikmyndinni Alien umlykja andlit Frelsisstyttunnar. Á myndinni má sjá Davíðsstjörnuna – sameiningartákn Gyðinga – á baki skrímslisins. Slíkum myndum er augljóslega frekar dreift til að ala á hatri og samsæriskenningum heldur en að miðla réttmætri gagnrýni. En fjöldi fólks virðist vera tilbúinn að afsaka þessa birtingarmynd sem „einungis“ gagnrýni á Ísraelsríki. Þegar öfgafólk sameinast Fyrrnefnd mynd af Frelsisstyttunni rataði í fjölmiðla þegar Kayla Bibby, meðlimur breska verkamannaflokksins, deildi henni á Twitter. Það er vert að benda á að Bibby fékk myndina frá nýnasistasíðunni Incogman þrátt fyrir að tilheyra stjórnmálaflokki sem kennir sig við mannréttindi og verkalýðsbaráttu. Hún sendi skilaboð til síðunnar gagngert í þeim tilgangi að biðja um GIF-útgáfu af myndinni. Gyðingahatur virðist því á kaldhæðnislegan hátt hafa sameinað öfga-vinstrið og öfga-hægrið. Aðspurður sagði Thomas Gardiner, bandamaður Jeremy Corbyns, að Bibby myndi ekki hljóta nein viðurlög fyrir dreifingu myndarinnar því hann teldi að myndin væri einungis „and-ísraelsk, ekki and-gyðingleg“. Þessi fullyrðing kallar á áleitnar spurningar: Var ætlun nýnasistanna sem bjuggu myndina til eingöngu að gagnrýna Ísrael? Eru líkindin við hatursáróður fortíðarinnar eintóm tilviljun? Til vinstri: Myndin sem Kayla Bibby deildi á Twitter. Til hægri: Gömul þýsk áróðursteikning gegn Gyðingum.Aðsend „Stóra útskiptingin“ Hugmyndina um heimsyfirráðaáform Gyðinga er einnig að finna í samsæriskenningu sem gengur undir heitinu „stóra útskiptingin“ eða The Great Replacement. Samkvæmt þessari kenningu stendur leynilegur hópur valdhafa – yfirleitt sagðir vera Gyðingar – að baki víðtæku samsæri um að útrýma „hvíta kynstofninum“. Dagana 11. og 12. ágúst 2017 héldu hægri-öfgasinnar fjöldafund í borginni Charlottesville í Virginíufylki. Hópar yfirlýstra nýnasista gengu um götur borgarinnar þar sem þeir veifuðu fánum og kyrjuðu hatursslagorð. Einn hópurinn kyrjaði „Gyðingar munu ekki skipta okkur út!“ – “Jews will not replace us!” Þar vísuðu þeir í kenninguna um stóru útskiptinguna. Samkvæmt tengdri samsæriskenningu ber Ísrael leynilega ábyrgð á öllum stríðsátökum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Ísraelsríki hefur meðal annars verið sakað um að hafa staðið að baki hryðjuverkaárásunum 11. september árið 2001 í þeim tilgangi að lokka Bandaríkin í stríð við Mið-Austurlönd. Meintur tilgangur þessara stríða er ásamt öðru að valda áhlaupi flóttafólks á Evrópu. Áhangendur þessara kenninga virðast ekki sjá ástæðu til að gera greinarmun á Gyðingum og Ísrael í orðræðu sinni. Nýnasisti á mótmælafundi gegn Ísrael, 17. júlí 2014. Húðflúr mannsins vísa meðal annars í þekktar samsæriskenningar. Talan „88“ er þekkt hundaflauta (e. dogwhistle) meðal nýnasista og þýðir í þessu samhengi „Heil Hitler“.Boris Niehaus Það væri hægt að telja upp fleiri samnefnara milli þekktra birtingarmynda Gyðingahaturs og „gagnrýni“ á Ísraelsríki en dæmin hér að ofan ættu að nægja til að sýna fram á tengslin þar á milli. Samantekt Í fornum Gyðingahatursritum var því iðulega haldið fram að Gyðingar hafi einbeittan brotavilja gegn öllum öðrum hópum og að þeir geri allt það slæma sem þeir eru vændir um af ásettu ráði. Í umfjöllun fjölmiðla um Ísrael eru Ísraelsmenn sömuleiðis taldir hafa einbeittan brotavilja og aldrei er minnst á möguleikann að eitthvað slæmt hafi getað átt sér stað af gáleysi eða reynsluleysi. Auk heldur dregur umfjöllun fjölmiðla um átök milli Ísraelsmanna og Palestínumanna oft dám af fornum blóðrógi um Gyðinga. Fornar haturskenningar um Gyðinga snúast oft um meint áform þeirra um heimsyfirráð. Að sama skapi snúast margar nýjar samsæriskenningar um meint áform Ísraelsríkis um heimsyfirráð. Gamlar áróðursteikningar gegn Gyðingum, til dæmis frá Þýskalandi nasismans, sýna þá oft sem marglappa skrímsli sem umlykja heiminn eða samfélagið. Sömuleiðis sýna nýjar pólitískar áróðursmyndir Ísrael oft sem marglappa skrímsli sem umlykur heiminn, samfélagið eða táknmyndir frelsisins. Eru allir þessir samnefnarar eintóm tilviljun? Dragi nú hver sína ályktun en frá mínum sjónarhóli er deginum ljósara að margt af því sem er kallað „gagnrýni á Ísrael“ er ekkert annað en hið forna, gamalgróna Gyðingahatur í nýjum, uppfærðum búningi. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Trúmál Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að almennir fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafi farið mjúkum höndum um Ísraelsríki upp á síðkastið. Andstæðingar Ísraels fara að vísu misvarlega í yfirlýsingum sínum. Sumir kveðast einungis vera andstæðingar stefnu stjórnvalda í Ísrael og frábiðja sér allt sem getur kallast Gyðingahatur. Vissulega er ekki ámælisvert að lýsa yfir persónulegri andstöðu við stefnu stjórnvalda. Ekkert ríki er hafið yfir gagnrýni og þar er Ísrael engin undantekning. En það sem gæti talist réttmæt gagnrýni á ísraelsk yfirvöld getur hæglega tekið á sig dekkri mynd. Umfjöllun sem er sett fram sem gagnrýni á Ísrael hefur iðulega verið samofin haturshugmyndum um Gyðinga. Þetta vandamál er að ákveðnu marki óhjákvæmilegt vegna sterkrar tengingar Ísraelsríkis við Gyðingaþjóðina. Þeir sem raunverulega hata Gyðinga en vilja ekki opinbera hatur sitt virðast nota gagnrýni á Ísrael sem eins konar bakdyr til að veita hatri sínu útrás. Uppspretta Gyðingahaturs Gyðingahatarar voga sér stundum að fullyrða að þeir hafi „góðar ástæður“ fyrir hatri sínu. En allar slíkar „ástæður“ fela í sér alhæfingar um heila þjóð sem telur um 15 milljón manns. Þetta eru því einungis átyllur en ekki réttmætar ástæður. Gyðingahatur á sér aðeins eina grundvallarskýringu. Gyðingar hafa alla tíð verið hataðir einfaldlega vegna þess að þeir hafa vogað sér að vera ólíkir nágrönnum sínum. Þeir hafa ekki aðeins varðveitt þjóðmenningu sína heldur einnig trú sína. Í mörgum tilvikum komu þeir sér undan þvingaðri kristnitöku í Evrópu og harðneskjulegri útbreiðslu íslams í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Hluti allra samfélaga virðist eiga erfitt með að þola hvern þann sem brýtur í bága við óskrifaðar reglur samfélagsins. Allar andgyðinglegar hugmyndir og sögur eru sprottnar frá einstaklingum og samfélögum sem vildu útrýma Gyðingum eða hrekja þá á brott. Þessi staðreynd gerir það að verkum að flest það sem skrifað hefur verið um Gyðinga á Vesturlöndum undanfarin tvö árþúsund er ýmist afbakað eða ósatt á einn eða annan hátt. Einbeittur brotavilji Í aldanna rás fengu margir Vesturlandabúar haturshugmyndir um Gyðinga með móðurmjólkinni. Margir foreldrar hafa sagt börnum sínum sögur um Gyðinga sem gráðuga, meinfýsna og menningarsnauða. Fjölmargir trúartextar, skáldsögur og blaðagreinar hafa miðlað sömu skilaboðum. Allar þessar hugmyndir eiga sér einn samnefnara: Þær eru birtingarmyndir afmennskunar á Gyðingum. En hvað felur afmennskun nákvæmlega í sér? Afmennskun á sér stað þegar einn þjóðfélagshópur hafnar því að meintir óvinir þeirra eigi sér mannlegar kenndir. Skýrasti samnefnari afmennskunar á Gyðingum til forna var stöðugur áróður um að þeir hafi einbeittan brotavilja gegn öllum öðrum hópum fólks. Sama tilhneiging til afmennskunar sést gagnvart Ísraelsmönnum í dag. Alhæfingum um einbeittan brotavilja er gróflega hægt að skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að öll verk Gyðinga/Ísraelsmanna sem aðrir njóta góðs af byggi á duldu eigingjörnu tilefni. Þessi hugmynd útilokar möguleikann á því að Gyðingar/Ísraelsmenn geti haft mannlegar kenndir eins og gæsku eða samhygð. Í öðru lagi er aldrei gert ráð fyrir að Gyðingar/Ísraelsmenn geti gert mannleg mistök vegna eiginleika eins og ótta eða reynsluleysis. Þess í stað er litið á öll möguleg mistök þeirra sem meðvituð illskuverk. Er virkilega ekkert hatur fólgið í því að ætla Ísraelsmönnum alltaf hið versta líkt og vestrænir fjölmiðlar hafa gert áratugum saman? Auk heldur, er eitthvað vit í því að aðskilja fornar birtingarmyndir Gyðingahaturs og „gagnrýni“ á Ísrael þegar sú gagnrýni felur í sér nákvæmlega sömu dylgjurnar um einbeittan brotavilja? Blóðrógur Á Englandi á 12. öld voru Gyðingar í fyrsta sinn sakaðir um að hafa rænt kristnum börnum, myrt þau og notað blóð þeirra sem innihaldsefni í brauð. Þessi sérkennilega haturshugmynd er jafnan kölluð „blóðrógur“ (e. blood libel) og hún breiddist út um alla Evrópu á skömmum tíma eftir að hún skaut upp kollinum á Englandi. Blóðrógur var reglulega notaður sem átylla til að útrýma heilu Gyðingasamfélögunum í Evrópu á síðmiðöldum og allt fram á 20. öldina. Fréttaflutningur almennra fjölmiðla af Ísraelsríki hefur oft dregið dám af þessum forna rógi. Staðhæfingar um einbeittan brotavilja Ísraelsmanna gegn minnihlutahópi Palestínumanna hafa ítrekað verið settar fram gagnrýnislaust á svipaðan hátt og blóðrógurinn. Í slíkum tilvikum hefur fjölmiðlum ekki þótt nauðsynlegt að afla frekari sönnunargagna. Ástæðan er að öllum líkindum sú að æsifréttalegar staðhæfingar um meinta illgirni Ísraelsmanna eru í samræmi við fornar hugmyndir um meinta illgirni Gyðinga. Mörg samfélög hafa tekið slíkum sögum um Gyðinga sem heilögum sannleik og þau virðast ósjálfrátt hafa heimfært þann rótgróna ávana upp á Ísraelsríki nútímans. Áform um heimsyfirráð Án vafa eru „Áætlanir Síonaröldunga“ eitt alræmdasta hatursrit allra tíma. Ritið var gefið út í Rússneska keisaradæminu skömmu eftir aldamótin 1900 og fjallar um meint áform Gyðinga um heimsyfirráð. Ritið var hins vegar snemma afhjúpað sem ritstuldur. Það er í megindráttum endursögn á „Samtali í helvíti á milli Machiavelli og Montesqieu“ – frönsku ádeiluriti frá árinu 1864 sem fjallar ekki á nokkurn hátt um Gyðinga. Þessi samsæriskenning hafði mikil áhrif víða um heim, meðal annars á andgyðinglegar hugmyndir þýskra nasista. Með þessa kenningu til hliðsjónar voru nasistar og aðrir Gyðingahatarar iðnir við að birta skopmyndir þar sem Gyðingaþjóðin var holdgerð sem kolkrabbi, könguló eða annað marglappa dýr. Í seinni tíð hafa myndir gengið manna á milli sem holdgera Ísraelsríki sem einhvers konar marglappa kvikindi sem umlykur heiminn eða þekkt mannvirki. Ein slík mynd sýnir facehugger-skrímslið úr kvikmyndinni Alien umlykja andlit Frelsisstyttunnar. Á myndinni má sjá Davíðsstjörnuna – sameiningartákn Gyðinga – á baki skrímslisins. Slíkum myndum er augljóslega frekar dreift til að ala á hatri og samsæriskenningum heldur en að miðla réttmætri gagnrýni. En fjöldi fólks virðist vera tilbúinn að afsaka þessa birtingarmynd sem „einungis“ gagnrýni á Ísraelsríki. Þegar öfgafólk sameinast Fyrrnefnd mynd af Frelsisstyttunni rataði í fjölmiðla þegar Kayla Bibby, meðlimur breska verkamannaflokksins, deildi henni á Twitter. Það er vert að benda á að Bibby fékk myndina frá nýnasistasíðunni Incogman þrátt fyrir að tilheyra stjórnmálaflokki sem kennir sig við mannréttindi og verkalýðsbaráttu. Hún sendi skilaboð til síðunnar gagngert í þeim tilgangi að biðja um GIF-útgáfu af myndinni. Gyðingahatur virðist því á kaldhæðnislegan hátt hafa sameinað öfga-vinstrið og öfga-hægrið. Aðspurður sagði Thomas Gardiner, bandamaður Jeremy Corbyns, að Bibby myndi ekki hljóta nein viðurlög fyrir dreifingu myndarinnar því hann teldi að myndin væri einungis „and-ísraelsk, ekki and-gyðingleg“. Þessi fullyrðing kallar á áleitnar spurningar: Var ætlun nýnasistanna sem bjuggu myndina til eingöngu að gagnrýna Ísrael? Eru líkindin við hatursáróður fortíðarinnar eintóm tilviljun? Til vinstri: Myndin sem Kayla Bibby deildi á Twitter. Til hægri: Gömul þýsk áróðursteikning gegn Gyðingum.Aðsend „Stóra útskiptingin“ Hugmyndina um heimsyfirráðaáform Gyðinga er einnig að finna í samsæriskenningu sem gengur undir heitinu „stóra útskiptingin“ eða The Great Replacement. Samkvæmt þessari kenningu stendur leynilegur hópur valdhafa – yfirleitt sagðir vera Gyðingar – að baki víðtæku samsæri um að útrýma „hvíta kynstofninum“. Dagana 11. og 12. ágúst 2017 héldu hægri-öfgasinnar fjöldafund í borginni Charlottesville í Virginíufylki. Hópar yfirlýstra nýnasista gengu um götur borgarinnar þar sem þeir veifuðu fánum og kyrjuðu hatursslagorð. Einn hópurinn kyrjaði „Gyðingar munu ekki skipta okkur út!“ – “Jews will not replace us!” Þar vísuðu þeir í kenninguna um stóru útskiptinguna. Samkvæmt tengdri samsæriskenningu ber Ísrael leynilega ábyrgð á öllum stríðsátökum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Ísraelsríki hefur meðal annars verið sakað um að hafa staðið að baki hryðjuverkaárásunum 11. september árið 2001 í þeim tilgangi að lokka Bandaríkin í stríð við Mið-Austurlönd. Meintur tilgangur þessara stríða er ásamt öðru að valda áhlaupi flóttafólks á Evrópu. Áhangendur þessara kenninga virðast ekki sjá ástæðu til að gera greinarmun á Gyðingum og Ísrael í orðræðu sinni. Nýnasisti á mótmælafundi gegn Ísrael, 17. júlí 2014. Húðflúr mannsins vísa meðal annars í þekktar samsæriskenningar. Talan „88“ er þekkt hundaflauta (e. dogwhistle) meðal nýnasista og þýðir í þessu samhengi „Heil Hitler“.Boris Niehaus Það væri hægt að telja upp fleiri samnefnara milli þekktra birtingarmynda Gyðingahaturs og „gagnrýni“ á Ísraelsríki en dæmin hér að ofan ættu að nægja til að sýna fram á tengslin þar á milli. Samantekt Í fornum Gyðingahatursritum var því iðulega haldið fram að Gyðingar hafi einbeittan brotavilja gegn öllum öðrum hópum og að þeir geri allt það slæma sem þeir eru vændir um af ásettu ráði. Í umfjöllun fjölmiðla um Ísrael eru Ísraelsmenn sömuleiðis taldir hafa einbeittan brotavilja og aldrei er minnst á möguleikann að eitthvað slæmt hafi getað átt sér stað af gáleysi eða reynsluleysi. Auk heldur dregur umfjöllun fjölmiðla um átök milli Ísraelsmanna og Palestínumanna oft dám af fornum blóðrógi um Gyðinga. Fornar haturskenningar um Gyðinga snúast oft um meint áform þeirra um heimsyfirráð. Að sama skapi snúast margar nýjar samsæriskenningar um meint áform Ísraelsríkis um heimsyfirráð. Gamlar áróðursteikningar gegn Gyðingum, til dæmis frá Þýskalandi nasismans, sýna þá oft sem marglappa skrímsli sem umlykja heiminn eða samfélagið. Sömuleiðis sýna nýjar pólitískar áróðursmyndir Ísrael oft sem marglappa skrímsli sem umlykur heiminn, samfélagið eða táknmyndir frelsisins. Eru allir þessir samnefnarar eintóm tilviljun? Dragi nú hver sína ályktun en frá mínum sjónarhóli er deginum ljósara að margt af því sem er kallað „gagnrýni á Ísrael“ er ekkert annað en hið forna, gamalgróna Gyðingahatur í nýjum, uppfærðum búningi. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun