Trump hótaði Svíþjóð viðskiptastríði vegna rappara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 15:13 Dómsmálaráðherra Svía hefur greint frá því að árið 2019 hafi Donald Trump hótað landinu með viðskiptastríði og viðskiptaþvingunum vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky. EPA/Kamil Krzaczynski Donald Trump hótaði Svíum viðskiptastríði vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky árið 2019 segir Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, í viðtali við Dagens Nyheter. Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás árið 2019 eftir að myndband af honum að ráðast á aðdáenda úti á götu kom í ljós. Trump tjáði sig mikið um mál Rocky á samfélagsmiðlum og sagði opinberlega að Stefan Lofven, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið sér vonbrigðum. Trump krafði Svía um frelsun A$AP Rocky.Skjáskot „Veitið A$AP Rocky FRELSI,“ stóð í færslu Trumps á Twitter og þar stóð enn fremur „Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð en það virðist ekki ganga í báðar áttir. Svíþjóð ætti að einblína á sitt raunverulega glæpavandamál.“ A$AP Rocky var á endanum fundinn sekur og hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Beitti Svía þrýstingi Í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á þriðjudag sagði Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, að Trump hefði varað sænsku ríkisstjórnina við viðskiptaþvingunum ef A$AP Rocky yrði ekki veitt frelsi. Trump fagnaði heimkomu Rocky með orðagrínsfærslu á Twitter.Skjáskot Að sögn Johansson hafi Trump einnig sagst vera búinn að óska eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. „Þessi saga sýnir hve mikilvægt það er að standa með lagalegum meginreglum og taka lýðræðinu ekki sem gefnu,“ sagði sænski dómsmálaráðherrann. „Ef þú getur reynt að gera eitthvað svona gegn Svíþjóð, hvað ætlarðu þá að reyna að gera við lönd sem eru veikbyggðari og hafa ekki Evrópusambandið á bak við sig.“ Svíþjóð Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45 ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás árið 2019 eftir að myndband af honum að ráðast á aðdáenda úti á götu kom í ljós. Trump tjáði sig mikið um mál Rocky á samfélagsmiðlum og sagði opinberlega að Stefan Lofven, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið sér vonbrigðum. Trump krafði Svía um frelsun A$AP Rocky.Skjáskot „Veitið A$AP Rocky FRELSI,“ stóð í færslu Trumps á Twitter og þar stóð enn fremur „Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð en það virðist ekki ganga í báðar áttir. Svíþjóð ætti að einblína á sitt raunverulega glæpavandamál.“ A$AP Rocky var á endanum fundinn sekur og hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Beitti Svía þrýstingi Í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á þriðjudag sagði Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, að Trump hefði varað sænsku ríkisstjórnina við viðskiptaþvingunum ef A$AP Rocky yrði ekki veitt frelsi. Trump fagnaði heimkomu Rocky með orðagrínsfærslu á Twitter.Skjáskot Að sögn Johansson hafi Trump einnig sagst vera búinn að óska eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. „Þessi saga sýnir hve mikilvægt það er að standa með lagalegum meginreglum og taka lýðræðinu ekki sem gefnu,“ sagði sænski dómsmálaráðherrann. „Ef þú getur reynt að gera eitthvað svona gegn Svíþjóð, hvað ætlarðu þá að reyna að gera við lönd sem eru veikbyggðari og hafa ekki Evrópusambandið á bak við sig.“
Svíþjóð Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45 ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45
ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53