Braut reglurnar með því að vera í Jordan skóm: Geri bara það sem mér sýnist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 12:30 Nick Kyrgios er afar duglegur að koma sér í vandræði. AP/Kirsty Wigglesworth Tenniskappinn Nick Kyrgios er oftar en ekki í fréttum vegna hegðunar sinnar en ekki vegna góðrar spilamennsku. Meira segja á dögum þar sem hann hegðar sér vel þá er hann líka með uppsteyt. Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022 Tennis Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022
Tennis Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira