Báðir forsjáraðilar fá nú sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru barna sinna Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 11:17 Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Vísir/Vésteinn Báðir forsjáraðilar barna sem búa á tveimur heimilum tengjast nú sjálfkrafa Heilsuveru barna sinna. Hingað til hefur aðgangurinn verið bundinn við lögheimili barnsins þó að forsjárforeldri, sem er ekki með lögheimili barnsins skráð hjá sér, hafi til þessa getað sótt sérstaklega um aðgang. Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira