Sport

Bein út­sending: Loka­kvöld Lands­mótsins á Hellu

Tinni Sveinsson skrifar
Frá setningarathöfn Landsmóts hestamanna á fimmtudagskvöld.
Frá setningarathöfn Landsmóts hestamanna á fimmtudagskvöld. Landsmót/Ólafur Ingi

Vísir sýnir beint frá Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu.

Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir er á meðan Landsmóti stendur í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin.

Dagskrá kvöldsins

Á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir verður í dag sýnt frá A-úrslitum í B-flokki klukkan 19.30. Klukkan 20.10 hefst síðan kvöldvaka og brekkusöngur. Síðan verður tilkynnt um sigurvegara ræktunarbúa og Sleipnisbikarsins.

Uppfært klukkan 20:30, því miður náðist ekki að senda merki frá Hellu og verður því engin bein útsending í kvöld. 


Útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér að neðan má sjá svipmyndir frá keppni í gær og í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×