„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 21:51 Arnar er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Víkingar komust yfir í dag og voru í raun mikið betri aðilinn framan af leik. Arnari fannst þó eins og hans menn hafi látið tilefnið bera sig ofurliði í upphafi. Hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Þegar við skorum fyrsta markið, við þurftum að tengja okkur betur við leikinn. Við vorum yfirspenntir enda adrenalínið á fullu. Eftir markið fórum við svo aðeins að slaka á, leikmenn Malmö voru klókir. Þeir vita að við spilum með háa línu og nýttu sér það,“ sagði Arnar um fyrri hálfleikinn en Malmö tók völdin eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir að hafa jafnað metin á 34. mínútu þá skoraði Malmö undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks. Rétt áður en annað markið kom þurfti Halldór Smári Sigurðsson að fara meiddur af velli og riðlaði það leik Víkinga verulega. Arnar Gunnlaugsson í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta voru tvö eða þrjú dýrkeypt mistök á mjög slæmum kafla. Við breytum svo um kerfi og erum enn að venjast því í seinni þegar þeir skora. Að vera 3-1 undir er erfitt en þvílíkur karakter, við herjuðum á þá en hefðum þurft þessar auka fimm mínútur til að knýja fram framlengingu.“ „Það er skrítið að vera drullufúll eftir að detta út gegnum einu stærsta félagi Skandinavíu í tveggja leikja einvígi. Báðir leikirnir hörkuleikir og mikil dramatík. Þetta eru leikirnir sem menn læra mest af. Við gáfum þeim svo sannarlega leik. Þá fer maður að hugsa, ef og hefði: 11 á móti 11 út í Malmö, halda aðeins lengur út í 1-0 hérna. Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana.“ „Ég hef lært að við erum mjög góðir í fótbolta. Ísland er oft lítið í sér í Evrópuleikjum, sagt að liðið geti ekki haldið bolta, verði að verjast í lágvörn. Það er kjaftæði, við þurfum ekki að skammast okkar. Þurfum að nota veturinn í þetta, vera í góðu formi og sýna hvað við getum, við gerðum það í dag og gáfum þeim hörkuleik.“ Að endingu sagði Arnar að betra liðið hefði farið áfram, á því væri engin spurning en „við gáfum þeim leik á okkar forsendum, það er það sem ég er stoltastur af.“ Arnar var stoltur en súr að leiknum loknum.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira