Þórsarar voru í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var. Lárus Jónsson og lærisveinar hans þurfa því að vinna þrjá leiki til að tryggja sér sæti í riðlakeppninni.
Búið er að draga í allar umferðir forkeppninnar og því er strax hægt að fara að velta fyrir sér hverjir mögulegir mótherjar Þórsara verða komist þeir áfram.
Takist liðinu að sigra Petrolina AEK í fyrstu umferð mæta þeir Antwerp Giants í annarri umferð. Elvar Már Friðriksson lék með Antwerp Giants á seinustu leiktíð, en liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar.
Fari það svo að Þórsarar hafi betur gegn belgíska liðinu mæta þeir Sporting frá Portúgal, Göttingen frá Þýskalandi eða Trepca frá Kósosvó í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni.