Spacey er sakaður um að hafa brotið á mönnunum frá 2005 til 2013. Á þeim tíma starfaði Spacey sem listrænn stjórnandi Gamla Vic-leikhússins í Lundúnum.
Hann er sakaður um að hafa brotið tvisvar á karlmanni, sem nú er á fimmtugsaldri, í London í mars árið 2005 og gegn öðrum, sem nú er á fertugsaldri, í ágúst árið 2008. Hann er einnig sakaður um að hafa brotið karlmanni, sem nú er á fertugsaldri, í Gloucestershire í apríl árið 2013.
Ákærurnar voru opinberaðar í maí en ekki var hægt að formlega ákæra leikarann umdeilda fyrr en hann ferðaðist til Bretlands, samkvæmt frétt Sky News.
Sjá einnig: Spacey laus gegn tryggingu
Þá fór fyrirtaka fram í júní en Spacey þurfti ekki að taka afstöðu til sakarefnisins fyrr en í morgun. Dómari ákvað í morgun að réttarhöldin myndu hefjast þann 6. júní á næsta ári og munu þau taka allt að mánuð.
Árið 2017 sakaði leikarinn Anthony Rapp Spacey um að hafa brotið á sér í samkvæmi á níunda áratugnum, þegar Rapp var táningur. Aðrir menn hafa einni sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum en hann hefur neitað allri sök.