Að byggja nothæf hús Hreggviður Davíðsson skrifar 17. júlí 2022 20:01 Til að hús geti talist nothæf, þurfa þau að standast veður og vinda, jafnvel jarðskjálfta, en einnig að reiknast ekki sem heilsuspillandi. Hönnun húsa Þegar hús eru hönnuð/teiknuð, þarf að gæta að hugsanlegri kuldaleiðni ekki síður en burðarvirkjum. Það þýðir lítið að gera burði öll skil en skilja eftir hinn þáttinn. Það einfaldlega gerir húsin heilsuspillandi og jafnvel ónýt. Það er til siðs hér til lands að staðarsteypa húsin og þá alla hluta þeirra. Það vill segja að sökklar, gólfplata, veggir og svo þak eru steypt á staðnnum. Fyrsta kuldaleiðnin verður til þar sem gólfplatan er steypt ofan á sökklana. Gólfplatan kólnar talsvert innfyrir sökkla og framleiðir þannig raka inn á gólfið. Í dag er hægt að fá forsteyptar sökkuleiningar sem eru einangraðar á þann hátt að engin kuldaleiðni verður út frá sökkulplötu. Næsta kuldaleiðni er með burðarveggjum sem eru steyptir út í útveggi, sama gildir um brunaveggi. Kuldinn kemst klakklaust gegnum útveggi og í þá veggi sem eru steyptir fastir við útveggi og raki myndast í hornum við þessa veggi. Sömu lögmál gilda svo um þakplötu eins og um gólfplötu. Yfirleitt eru veggir látnir standa upp fyrir þakplötuna og svo einangrað að þeim ofan á plötuna. Með þeim hætti leiðir þakplatan kulda með sama hætti og gólfplatan. Eins hef ég rekið mig á afar vondan frágang á flasningum og niðurföllum á þessum steyptu flötu þökum. Nú hafa menn tekið á það ráð að einangra utan á húsin til að komast hjá kuldaleiðni, oftast með harðpressaðri steinull. Þá eru boltaðar festingar í veggi fyrir blikkleiðara sem klæðningunni er fest á. Þessar festingar leiða kulda sem ekki er séð fyrir hvaða langtímaafleiðingu hefur á einangrunargildi steinullarinnar. Mun hún blotna út frá festingunum og þar með missa einangrunargildi sitt? Ef svo er, minnkar einangrunargildið ár frá ári í takti við útbreiðslu blotans. Næsta kuldaleiðni kemur frá gluggum og hurðum. Oftast er opið of langt undir undirstykki glugganna. Þar með leikur kalda loftið um gluggakarmana inn fyrir gler. Úr verður móðusöfnun innan á gleri, sem styttir líftíma glugganna, auk þess sem mygla fer að hreiðra um sig út við gler og svo þaðan á alla staði hússins þar sem raka er að finna. Eins er mjög algengt að gluggar séu dregnir út fyrir einangrun veggja og þar með skapast sömu aðstæður og þegar opið er of langt undir botnstykkin, nema nú á það við um allan karminn. Sumar gerðir af gluggum eru með glerið hengt utan á karminn og eingin kuldavörn í köntum á gleri. Höfundur hefur vitnað um hræðilegt ástand karma og læsinga í þeirri gerð glugga. Gluggakistur á floti og mygla um alla karma og lista. Sama gildir um hurðar. Það er ekki ykja langt síðan að dropanef, droparaufar og rásir undir glerlistum hér á landi urðu að kröfu. Þetta hefur verið hipsumhapps þar til nýlega. Það er heldur ekki langt síðan að gluggar voru settir í veggjamótin og steyptir fastir. Það væri í sjálfu sér í lagi ef húsin eru síðan máluð með málningu sem ver steininn fyrir regni og um leið gefur veggjunum möguleika á losa sig við raka frá svokölluðum núll punkti. Það vill segja frá þeim punkti þar sem heitt og kalt mætist. Í afar fáum tilfellum eru húsin máluð með áðurnefndum hætti. Oftast er ódýrasta málningin valin, sem gerir ekkert fyrir húsið annað en að breyta lit á steypunni. Með þannig málningu sem ekki ver steypuna nægjanlega vel, myndast sprungur. Hver hefur ekki séð sprungur undir hornum glugga og svo flagnaða málningu og mis mikið skemmda veggi og múr? Þegar steypan blotnar af rigningu, sýgur timbrið í gluggakörmunum rakann í sig. Þeir blotna og þegar frýs þenjast bæði timbur og steypa út og sprungur myndast. Líftími glugga helmingast við svona aðstæður. Málning með öndunarstuðul í nálægð við 1, er sú málning sem á að nota á steypta veggi. Það er til málning sem hefur þann stuðul, auk þess teygju upp á 400 %. Hús með þannig málningu hafa hvorki fengið sprungur í málningu né raka glugga svo áratugum skiptir. Í mörgum tilfellum eru steyptu húsin, innréttuð með timbri Æði oft er timburgrindinni fest í steypuveggina og einangruninni þrýst út í steypu. Svo rakavarnarlag, rafmagnsgrind og svo plötuklæðning.Með þannig frágangi, tekur það 12-15 ár að eyðileggja mest allt timbur á útveggjum. Timburgrindin skal vera 2 sentimetra frá steypu í útveggjum og einangrunin má aldrei hafa beina snertingu við steypuna í sömu veggjum. Með þeim hætti blotnar hvorki timburgrindin né einangrunin af rakanum sem verður til innan á steypunni í köldum veðrum. Hér hefur höfundur einungis tekið fyrir staðarsteypt hús með flötum þökum.Förum næst í timburhús. Timburhús Það sama á við um kuldaleiðni frá gólfplötu og í steyptu húsunum.Yfireitt eru notaðir 2x6 tommu plankar í burðarvirkið og einangrað á milli þeirra. Það gefur færi á óþarfa kuldaleiðni inn í kanta plankanna sem vísa út. Betra væri að festa tveggja tommu grindarefni lárétt, utan á burðarplankana. Einangra á milli lektanna og setja síðan vindvörnina á. Með þeim hætti verður kuldaleiðnin óveruleg. Menn hanna þessi hús þannig að gluggar eru staðsettir það utarlega í veggjum, að auðvelt sé að festa klæðningu húsanna að þeim. Með þeim hætti verður allt einangrunargler utan við einangrun í veggjum. Það veldur móðusöfnun innan á gleri, sem getur valdið rakaskemmdum í gluggaefni og neðan við glugga. Svona gluggaísettning stríðir gegn allri eðlisfræði. Þök með yfir 30 prósent halla og með uppteknum loftum, eru erfið hvað varðar loftun yfir einangrun. Bratti þaksins gerir að verkum að loftflæði getur orðið lítið ofan við miðja súð. Ég hef verið talsmaður þess, að opna í mæni í þannig þökum. Að láta þakpappa mætast í mæni en ekki koma heilan yfir. Að setja blikklista ofan á pappann sínhvoru meginn við opnunina, með kanti sem lokar lágbárunni í járninu Þannig verður opnunin hættulaus í slagviðrum og byl. Oft sér maður svokölluð brotin þök, þar sem loftun er gerð skil með lofttúðum í öðru hvoru sperrubili. Þessar túður eru staðsettar eins ofarlega við vegginn sem brýtur þakið og hægt er. Vandamálið er bara að heitt loft leitar upp en ekki til hliðar. Þannig verða túðulausu sperrubilin án loftunar, auk þess sem engin loftun verður efst í þeim bilum sem eru þó með lofttúðu. Ég hef látið útbúa loftunarlista fyrir svona aðstæður. Þá er hvorki þakklæðningu né pappa fest upp að veggnum sem brýtur þakið, heldur skilin eftir um það bil eins tommu rifa. Síðan er neðri loftunarlista fest ofan á pappann og upp að veggnum. Listinn þarf að ná 8 -10 sentimetra upp á vegginn. Þessi listi er með úrborðum kanti sem leggst að veggnum. Þannig að loft kemst upp í gegnum götin. Best að þessi kantur sé 1,5 sentimetrar og boraður þétt með eins mikilli úrtöku og hægt er. Síðan er þakjárnið, eða sambærilegt efni, lagt á þakið. Að endingu kemur efri loftunarlisti. Sá listi er með flasningu út á járnið og, eins og neðri listinn, með úrboruðum kanti sem leggst að neðri listanum og svo innbeygður sirka tveim sentimetrum ofan við útboraða kantinn, þannig að efsti hluti hans leggst að veggnum og festist þar. Þá getur klæðningin á veggnum komið yfir þann hluta og allt verður þétt fyrir vatni. Með þessum hætti er komin loftun í öll sperrubil og engin hætta á rakasöfnun og myglu. Eins og í steyptu húsunum er afar mikilvægt að öndunarstuðull út frá daggpunkti veggja sé nægjanlegur. Þannig að rakinn í daggpunkti geti komist út að sumarlagi. Lágmarks öndunarstuðull er 1 til að rakinn komist út. Með það í huga, er byggingarefni valið. Eins er afar hættulegt að hafa rakasperru í útvegg, þar sem síðan kemur „þéttikvoða/membra“ innan á vegginn. Þetta á sérstaklega við um baðherbergi. Sé bæði rakasperra og membra í veggnum, getur byggingarefnið á milli þeirra skemmst. Það er afar mikilvægt þegar lofttúður eru settar á þök í þeim tilgangi að draga loft frá votrýmum, að kuldaleiðni þeirra sé brotin með plastbarka og að hann sé lagður þannig að hann myndi vatnslás, áður en hann er tengdur við viftuna sem dregur út loftið úr rýminu. Rörið hélar nefnilega í frosti. Að öðrum kosti fyllist loftaklæðningin kringum viftuna af raka sem síðan getur af sér myglu og skemmdir í byggingarefnum. Oft eru bílskúrar teiknaðir þannig að þeir mynda annað hvort L eða T myndun húsa. Það vill segja að í parhúsum eru þeir teiknaðir fram fyrir vegglínu og mynda þannig T. Þakið á þeim er því þvert á þaklínu sjálfs hússins. Á milli bílskúra og kringum þá, eru brunaveggir. Eðlinu samkvæmt eiga brunaveggir að vera algerlega þéttir. Það þýðir að öll loftun í þökum stoppar á þeim. Flestir kjósa að setja milliloft í bílskúrana og gera þannig auka geymslurými. Ég hef skoðað talsvert mörg hús sem eru svona hönnuð og öll eiga þau það sameiginlegt, að þökin eru skemmd af fúa og myglu, bara mismunandi mikið. Sum þeirra orðin með ónýtum þökum. Ég hef einungis stikklað á stóru í þessari samantekt. Hef þó tekið fram helstu þættina sem eru að valda óheilbrigðum húsum hér á landi. Skoðum næst kjallara þar sem jarðvegur nær upp á veggi að utanverðu. Kjallarar Mikilvægt er að drena með öruggum hætti, jarðveginn kringum kjallara, vel niður fyrir gólfplötu kjallara. Ganga vel frá frárennslislögnum frá dreni, þannig að jarðvegsvatn komist hindrunarlaust frá húsinu. Gott ráð er að einangra undir sökkulveggi áður en farið er að slá upp fyrir þeim. Í dag eru til sérstakir drendúkar og þéttilistar þeim fylgjandi, sem fest er á kjallaraveggina að utan verðu. Þar sem jarðvegur kemur að kjallaraveggjum, má ekki einangra meira að innan en sem samsvarar tveggja tommu einangrunargildi venjulegrar steinullar. Það má heldur ekki mála þá veggi með lokandi málningu. Aftur kemur til kasta öndunarstuðuls, sem þarf að vera 1. Ef kjallaraveggirnir geta ekki andað frá sér rakanum sem í þeim myndast, þá fara þeir að skemmast og örverur svo sem mygla hreiðrar um sig í og innan á þeim. Þar sem jarðvegur kemur að veggjum að utan, þurfa þeir að geta andað inn. Innréttingar Í dag eru flestar eldús-, bað- og þvottahúsinnréttingar, með loftunarlistum á baki skápa. Það má nefnilega aldrei setja upp skápa á útveggi sem stoppa flæði lofts á bak við sig. Hægt er að gera tilraun með að líma bylgjupappa á útvegg og sjá hvernig hann litur út nokkrum dögum seinna. Eins með að setja sæng þétt að útvegg. Það má heldur ekki festa fataskápa þétt upp að útveggjum. Rúm eiga ekki að liggja þétt upp að útveggjum. Það má sem sé ekkert liggja svo þétt að útveggjum að það stoppi loftflæði að veggjunum. Það sem gerist ef engin loftskipti verða þarna, er mikil rakasöfnun með allri þeirri hættu sem sú söfnun hefur í för með sér. Í dag fylgja sökkulfætur skápum í innréttingum og svo kemur framstykki sem smellist á fæturna. Áður voru sökklarnir gerðir þéttir og loftið inni í þeim fúlnaði. Það skánaði þó með tilkomu gólfhitunar. Þar sem gólf og veggir eru flísalagðir/lögð, er gott öryggi fólgið í að bera „Monosilan“ á fúgurnar einu sinni á ári. Höfundur hefur stiklað á stóru í þessari grein og skilið eftir mörg vandamál sem eftir er að lýsa og greina. Höfundur er meistari í húsasmíði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Til að hús geti talist nothæf, þurfa þau að standast veður og vinda, jafnvel jarðskjálfta, en einnig að reiknast ekki sem heilsuspillandi. Hönnun húsa Þegar hús eru hönnuð/teiknuð, þarf að gæta að hugsanlegri kuldaleiðni ekki síður en burðarvirkjum. Það þýðir lítið að gera burði öll skil en skilja eftir hinn þáttinn. Það einfaldlega gerir húsin heilsuspillandi og jafnvel ónýt. Það er til siðs hér til lands að staðarsteypa húsin og þá alla hluta þeirra. Það vill segja að sökklar, gólfplata, veggir og svo þak eru steypt á staðnnum. Fyrsta kuldaleiðnin verður til þar sem gólfplatan er steypt ofan á sökklana. Gólfplatan kólnar talsvert innfyrir sökkla og framleiðir þannig raka inn á gólfið. Í dag er hægt að fá forsteyptar sökkuleiningar sem eru einangraðar á þann hátt að engin kuldaleiðni verður út frá sökkulplötu. Næsta kuldaleiðni er með burðarveggjum sem eru steyptir út í útveggi, sama gildir um brunaveggi. Kuldinn kemst klakklaust gegnum útveggi og í þá veggi sem eru steyptir fastir við útveggi og raki myndast í hornum við þessa veggi. Sömu lögmál gilda svo um þakplötu eins og um gólfplötu. Yfirleitt eru veggir látnir standa upp fyrir þakplötuna og svo einangrað að þeim ofan á plötuna. Með þeim hætti leiðir þakplatan kulda með sama hætti og gólfplatan. Eins hef ég rekið mig á afar vondan frágang á flasningum og niðurföllum á þessum steyptu flötu þökum. Nú hafa menn tekið á það ráð að einangra utan á húsin til að komast hjá kuldaleiðni, oftast með harðpressaðri steinull. Þá eru boltaðar festingar í veggi fyrir blikkleiðara sem klæðningunni er fest á. Þessar festingar leiða kulda sem ekki er séð fyrir hvaða langtímaafleiðingu hefur á einangrunargildi steinullarinnar. Mun hún blotna út frá festingunum og þar með missa einangrunargildi sitt? Ef svo er, minnkar einangrunargildið ár frá ári í takti við útbreiðslu blotans. Næsta kuldaleiðni kemur frá gluggum og hurðum. Oftast er opið of langt undir undirstykki glugganna. Þar með leikur kalda loftið um gluggakarmana inn fyrir gler. Úr verður móðusöfnun innan á gleri, sem styttir líftíma glugganna, auk þess sem mygla fer að hreiðra um sig út við gler og svo þaðan á alla staði hússins þar sem raka er að finna. Eins er mjög algengt að gluggar séu dregnir út fyrir einangrun veggja og þar með skapast sömu aðstæður og þegar opið er of langt undir botnstykkin, nema nú á það við um allan karminn. Sumar gerðir af gluggum eru með glerið hengt utan á karminn og eingin kuldavörn í köntum á gleri. Höfundur hefur vitnað um hræðilegt ástand karma og læsinga í þeirri gerð glugga. Gluggakistur á floti og mygla um alla karma og lista. Sama gildir um hurðar. Það er ekki ykja langt síðan að dropanef, droparaufar og rásir undir glerlistum hér á landi urðu að kröfu. Þetta hefur verið hipsumhapps þar til nýlega. Það er heldur ekki langt síðan að gluggar voru settir í veggjamótin og steyptir fastir. Það væri í sjálfu sér í lagi ef húsin eru síðan máluð með málningu sem ver steininn fyrir regni og um leið gefur veggjunum möguleika á losa sig við raka frá svokölluðum núll punkti. Það vill segja frá þeim punkti þar sem heitt og kalt mætist. Í afar fáum tilfellum eru húsin máluð með áðurnefndum hætti. Oftast er ódýrasta málningin valin, sem gerir ekkert fyrir húsið annað en að breyta lit á steypunni. Með þannig málningu sem ekki ver steypuna nægjanlega vel, myndast sprungur. Hver hefur ekki séð sprungur undir hornum glugga og svo flagnaða málningu og mis mikið skemmda veggi og múr? Þegar steypan blotnar af rigningu, sýgur timbrið í gluggakörmunum rakann í sig. Þeir blotna og þegar frýs þenjast bæði timbur og steypa út og sprungur myndast. Líftími glugga helmingast við svona aðstæður. Málning með öndunarstuðul í nálægð við 1, er sú málning sem á að nota á steypta veggi. Það er til málning sem hefur þann stuðul, auk þess teygju upp á 400 %. Hús með þannig málningu hafa hvorki fengið sprungur í málningu né raka glugga svo áratugum skiptir. Í mörgum tilfellum eru steyptu húsin, innréttuð með timbri Æði oft er timburgrindinni fest í steypuveggina og einangruninni þrýst út í steypu. Svo rakavarnarlag, rafmagnsgrind og svo plötuklæðning.Með þannig frágangi, tekur það 12-15 ár að eyðileggja mest allt timbur á útveggjum. Timburgrindin skal vera 2 sentimetra frá steypu í útveggjum og einangrunin má aldrei hafa beina snertingu við steypuna í sömu veggjum. Með þeim hætti blotnar hvorki timburgrindin né einangrunin af rakanum sem verður til innan á steypunni í köldum veðrum. Hér hefur höfundur einungis tekið fyrir staðarsteypt hús með flötum þökum.Förum næst í timburhús. Timburhús Það sama á við um kuldaleiðni frá gólfplötu og í steyptu húsunum.Yfireitt eru notaðir 2x6 tommu plankar í burðarvirkið og einangrað á milli þeirra. Það gefur færi á óþarfa kuldaleiðni inn í kanta plankanna sem vísa út. Betra væri að festa tveggja tommu grindarefni lárétt, utan á burðarplankana. Einangra á milli lektanna og setja síðan vindvörnina á. Með þeim hætti verður kuldaleiðnin óveruleg. Menn hanna þessi hús þannig að gluggar eru staðsettir það utarlega í veggjum, að auðvelt sé að festa klæðningu húsanna að þeim. Með þeim hætti verður allt einangrunargler utan við einangrun í veggjum. Það veldur móðusöfnun innan á gleri, sem getur valdið rakaskemmdum í gluggaefni og neðan við glugga. Svona gluggaísettning stríðir gegn allri eðlisfræði. Þök með yfir 30 prósent halla og með uppteknum loftum, eru erfið hvað varðar loftun yfir einangrun. Bratti þaksins gerir að verkum að loftflæði getur orðið lítið ofan við miðja súð. Ég hef verið talsmaður þess, að opna í mæni í þannig þökum. Að láta þakpappa mætast í mæni en ekki koma heilan yfir. Að setja blikklista ofan á pappann sínhvoru meginn við opnunina, með kanti sem lokar lágbárunni í járninu Þannig verður opnunin hættulaus í slagviðrum og byl. Oft sér maður svokölluð brotin þök, þar sem loftun er gerð skil með lofttúðum í öðru hvoru sperrubili. Þessar túður eru staðsettar eins ofarlega við vegginn sem brýtur þakið og hægt er. Vandamálið er bara að heitt loft leitar upp en ekki til hliðar. Þannig verða túðulausu sperrubilin án loftunar, auk þess sem engin loftun verður efst í þeim bilum sem eru þó með lofttúðu. Ég hef látið útbúa loftunarlista fyrir svona aðstæður. Þá er hvorki þakklæðningu né pappa fest upp að veggnum sem brýtur þakið, heldur skilin eftir um það bil eins tommu rifa. Síðan er neðri loftunarlista fest ofan á pappann og upp að veggnum. Listinn þarf að ná 8 -10 sentimetra upp á vegginn. Þessi listi er með úrborðum kanti sem leggst að veggnum. Þannig að loft kemst upp í gegnum götin. Best að þessi kantur sé 1,5 sentimetrar og boraður þétt með eins mikilli úrtöku og hægt er. Síðan er þakjárnið, eða sambærilegt efni, lagt á þakið. Að endingu kemur efri loftunarlisti. Sá listi er með flasningu út á járnið og, eins og neðri listinn, með úrboruðum kanti sem leggst að neðri listanum og svo innbeygður sirka tveim sentimetrum ofan við útboraða kantinn, þannig að efsti hluti hans leggst að veggnum og festist þar. Þá getur klæðningin á veggnum komið yfir þann hluta og allt verður þétt fyrir vatni. Með þessum hætti er komin loftun í öll sperrubil og engin hætta á rakasöfnun og myglu. Eins og í steyptu húsunum er afar mikilvægt að öndunarstuðull út frá daggpunkti veggja sé nægjanlegur. Þannig að rakinn í daggpunkti geti komist út að sumarlagi. Lágmarks öndunarstuðull er 1 til að rakinn komist út. Með það í huga, er byggingarefni valið. Eins er afar hættulegt að hafa rakasperru í útvegg, þar sem síðan kemur „þéttikvoða/membra“ innan á vegginn. Þetta á sérstaklega við um baðherbergi. Sé bæði rakasperra og membra í veggnum, getur byggingarefnið á milli þeirra skemmst. Það er afar mikilvægt þegar lofttúður eru settar á þök í þeim tilgangi að draga loft frá votrýmum, að kuldaleiðni þeirra sé brotin með plastbarka og að hann sé lagður þannig að hann myndi vatnslás, áður en hann er tengdur við viftuna sem dregur út loftið úr rýminu. Rörið hélar nefnilega í frosti. Að öðrum kosti fyllist loftaklæðningin kringum viftuna af raka sem síðan getur af sér myglu og skemmdir í byggingarefnum. Oft eru bílskúrar teiknaðir þannig að þeir mynda annað hvort L eða T myndun húsa. Það vill segja að í parhúsum eru þeir teiknaðir fram fyrir vegglínu og mynda þannig T. Þakið á þeim er því þvert á þaklínu sjálfs hússins. Á milli bílskúra og kringum þá, eru brunaveggir. Eðlinu samkvæmt eiga brunaveggir að vera algerlega þéttir. Það þýðir að öll loftun í þökum stoppar á þeim. Flestir kjósa að setja milliloft í bílskúrana og gera þannig auka geymslurými. Ég hef skoðað talsvert mörg hús sem eru svona hönnuð og öll eiga þau það sameiginlegt, að þökin eru skemmd af fúa og myglu, bara mismunandi mikið. Sum þeirra orðin með ónýtum þökum. Ég hef einungis stikklað á stóru í þessari samantekt. Hef þó tekið fram helstu þættina sem eru að valda óheilbrigðum húsum hér á landi. Skoðum næst kjallara þar sem jarðvegur nær upp á veggi að utanverðu. Kjallarar Mikilvægt er að drena með öruggum hætti, jarðveginn kringum kjallara, vel niður fyrir gólfplötu kjallara. Ganga vel frá frárennslislögnum frá dreni, þannig að jarðvegsvatn komist hindrunarlaust frá húsinu. Gott ráð er að einangra undir sökkulveggi áður en farið er að slá upp fyrir þeim. Í dag eru til sérstakir drendúkar og þéttilistar þeim fylgjandi, sem fest er á kjallaraveggina að utan verðu. Þar sem jarðvegur kemur að kjallaraveggjum, má ekki einangra meira að innan en sem samsvarar tveggja tommu einangrunargildi venjulegrar steinullar. Það má heldur ekki mála þá veggi með lokandi málningu. Aftur kemur til kasta öndunarstuðuls, sem þarf að vera 1. Ef kjallaraveggirnir geta ekki andað frá sér rakanum sem í þeim myndast, þá fara þeir að skemmast og örverur svo sem mygla hreiðrar um sig í og innan á þeim. Þar sem jarðvegur kemur að veggjum að utan, þurfa þeir að geta andað inn. Innréttingar Í dag eru flestar eldús-, bað- og þvottahúsinnréttingar, með loftunarlistum á baki skápa. Það má nefnilega aldrei setja upp skápa á útveggi sem stoppa flæði lofts á bak við sig. Hægt er að gera tilraun með að líma bylgjupappa á útvegg og sjá hvernig hann litur út nokkrum dögum seinna. Eins með að setja sæng þétt að útvegg. Það má heldur ekki festa fataskápa þétt upp að útveggjum. Rúm eiga ekki að liggja þétt upp að útveggjum. Það má sem sé ekkert liggja svo þétt að útveggjum að það stoppi loftflæði að veggjunum. Það sem gerist ef engin loftskipti verða þarna, er mikil rakasöfnun með allri þeirri hættu sem sú söfnun hefur í för með sér. Í dag fylgja sökkulfætur skápum í innréttingum og svo kemur framstykki sem smellist á fæturna. Áður voru sökklarnir gerðir þéttir og loftið inni í þeim fúlnaði. Það skánaði þó með tilkomu gólfhitunar. Þar sem gólf og veggir eru flísalagðir/lögð, er gott öryggi fólgið í að bera „Monosilan“ á fúgurnar einu sinni á ári. Höfundur hefur stiklað á stóru í þessari grein og skilið eftir mörg vandamál sem eftir er að lýsa og greina. Höfundur er meistari í húsasmíði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun