Þorleifur hefur þar með skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir Houston sem eftir sigurinn er í 11. sæti af 14 liðum vesturhluta MLS-deildarinnar, nú aðeins tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni.
Mark Þorleifs má sjá hér að neðan sem og fögnuð Þorleifs sem „sussaði“ aðeins í átt að áhorfendum, eins og Kristall Máni Ingason gerði í leik Víkings gegn Malmö á dögunum og uppskar brottrekstur fyrir.
Picked their pockets pic.twitter.com/UlXXC0dsJu
— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) July 18, 2022
Houston lenti undir í leiknum í gær en náði með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla að snúa stöðunni sér í vil þegar korter var til leiksloka. Þetta var í fyrsta sinn frá því í október 2018 sem liðinu tókst að vinna leik eftir að hafa lent undir, og þetta var jafnframt kærkominn sigur eftir aðeins eitt stig úr síðustu fjórum leikjum.