Margir ferðamenn hér á landi eru fegnir að vera lausir við hitamolluna í Evrópu og segja veðrið hér vera fullkomið svar við henni. Við tókum nokkra þeirra tali í dag.
Þá greinum við frá því að veggjöld um Hvalfjarðargöng yrði aðal tekjulindin í fyrirhuguðum veggjöldum í öllum jarðgöngum í landinu sem ætlað er að standa undir kostnaði við gerð nýrra ganga.
Leiðtogar þriggja helstu valdstjórnarríkja heims, Rússlands, Írans og Tyrklands réðu ráðum sínum á fundi í Teheran í dag. Þeir ræddu stríðsátökin í Úkraínu og Sýrlandi og möguleika á útflutningi á úkraínsku korni sem Rússar hafa komið í veg fyrir frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst.
Og við skoðum hvernig gerbreytt Hlemmtorg á að líta út en framkvæmdir við breytingar á því og nálægum götum eru nú hafnar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Hlusta má á fréttirnar í spilaranum hér að ofan.