Keflvíkingar tóku forystuna gegn gestunum frá Akureyri snemma leiks þegar Adam Árni Róbertsson kom boltanum yfir línunna snemma leiks.
Heimamenn urðu þó fyrir áfalli þremur mínútum síðar þegar Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, fékk að líta beint rautt spjald. Heimamenn þurftu því að leika seinustu 80 mínútur leiksins manni færri.
Það tók Skagamenn góðan tíma að nýta sér liðsmuninn, en þrjú mörk á seinasta stundarfjórðungi leiksins tryggði liðinu 1-3 sigur. Rodrigo Gomes Mateo jafnaði metin fyrir ÍA á 75. mínútu, Jakob Snær Árnason kom liðinu yfir í uppbótartíma og Nökkvi Þeyr Þórisson gulltryggði sigurinn mínútu síðar.
Þá fór einnig fram leikur í Kaplakrika þar sem FH-ingar tóku á móti toppliði Breiðabliks. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli, en bæði lið fengu færin til að stela sigrinum.
Það var þó rauða spjaldið sem Davíð Ingvarsson fékk á níundu mínútu leiksins þegar hann braut á Ástbirni Þórðarsyni sem var á vörum flestra eftir leikinn. Davíð fór þá í ansi groddaralega tæklingu á vallarhelmingi FH-inga og Ástbjörn lá eftir. Eftir að hafa rætt við aðstoðarmenn sína ákvað Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, að veifa rauða spjaldinu og Blikar því manni færri það sem eftir lifði leiks.
Ekki voru allir sammála dómnum á vellinum, en atvikið má sjá hér fyrir neðan. Dæmi hver fyrir sig.