Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2022 15:03 Arnheiður (t.v.) og Katrín Harðardóttir, starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands, sem hafa haft meira en nóg að gera í sumar, ásamt öðru starfsfólki stofunnar við að þjónusta ferðamenn á Norðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira