Anníe Mist og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavikur skráðu sig inn á mótið í fyrradag eins og venjan er. Hluti af því ferli er að stilla sér upp í myndatöku saman.
Það mætti halda að Anníe Mist, sem er mætt á sína tólftu heimsleika, sé orðin vön myndavélunum á stundum sem þessum en svo var ekki alveg raunin.
Það er lítið vandamál fyrir okkar konu að brosa fram í myndavélarnar en greinilega mun meira mál að setja upp alvarlegan svip.
Anníe gekk mjög illa að halda andlitinu í myndatökunni og tókst ekki að halda aftur af hlátrinum.
Anníe er náttúrlega skemmtikraftur af guðs náð og heimsþekkt fyrir brosið sitt saman hvað gengur á í keppninni. Að benda einbeitt í átt að myndavélinni er henni ekki alveg eðlislægt.
Anníe Mist hafði húmor fyrir vandræðalegri myndatöku sinni og setti myndband af henni inn á síðu sína. Það má sjá hana hér fyrir neðan.