Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2022 10:01 Harðarmenn fagna sigri í Grill 66 deildinni og sæti í Olís-deildinni. hörður Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með
Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti