Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 11:23 Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira