Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Lúðvík Júliusson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Persónuvernd Stjórnsýsla Netöryggi Lúðvík Júlíusson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar