Dagforeldrastéttin sem brúar bilið Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:31 Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú uppá fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir. Við vitum öll að það koma tölur á hverju ári um hversu mörg börn fæðast og af þeim líkindum má ráða hversu mörgum börnum vantar gæslu ár hvert. Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/ leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni miljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið. Metnaðarleysi borgarinnar í gegnum síðustu ár hefur breytt okkar starfsumhverfi og fálát svör borgarinnar gert það að verkum að daggæsla í heimahúsi með 5 börnum í gæslu er að hverfa. Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi. Sé horft til nærliggjandi sveitarfélaga er staðan allt önnur. Metnaðarfull niðurgreiðsla og Það að foreldrar hafi val um margmennar gæslur og eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi sem hefur leyfi til slíkra starfa er þar í hávegum höfð. Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin... en hvað gleymdist í jöfnunni? Það þarf að manna leikskólabyggingar því þær manna sig ekki sjálfar. Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu uppá fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr... en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar.Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna á leikskólum. Metnaðurinn var semsagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur! Mín orð til borgarinnar: Hisjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðist tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldurnar lægi um stund. Höfundur hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í 33 ár og líklega gætt sirka 2.000 barna.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun