Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 14:58 Hér má sjá fjóra þingmenn úr hópnum auk Yu-Tien Hsu, frá utanríkisráðuneyti Taívans, í Tapei í morgun. AP/Utanríkisráðuneyti Taívans Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. Kínverjar héldu langar og umfangsmiklar heræfingar undan ströndum Taívans í kjölfar heimsóknar Pelosi. Þó heræfingunum hafi formlega lokið fyrr í vikunni, hefur kínverskum orrustuþotum daglega verið flogið inn í loftvarnarsvæði Taívans. Herskip hafa einnig greinst í kringum eyjuna í morgun, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Taívans. Sjá einnig: Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Þingmennirnir sem eru nú í Taívan tilheyra bæði Demókrata- og Repúblikanaflokknum og er hópurinn leiddur af öldungadeildarþingmanninum Ed Markey, sem er Demókrati, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aðrir í hópnum eru Aumua Amata Coleman Radewagen, fulltrúadeildarþingmaður Repúlbikanaflokksins frá amerísku Samóa, John Garamendi og Alan Lowenthal, sem báðir eru fulltrúadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá Kaliforníu, og Don Beyer, demókrati frá Virginíu. Hópurinn mun meðal annars hitta Tsai Ing-wen, forseti Taívans, og halda ferðalagi þeirra um Asía áfram á morgun. Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Kínverskum orrustuþotum og sprengjuflugvél flogið yfir Taívansundi.AP/Li Bingyu Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Sjá einnig: Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Ráðamenn í Kína saka Bandaríkjamenn um að reyna að ýta undir sjálfstæði í Taívan. Bæði með því að eiga í samskiptum við eyríkið og með því að selja Taívönum vopn. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki styðja það að Taívan lýsi formlega yfir sjálfstæði og að deilur ríkjanna eigi að leysa með friðsömum hætti. Bandaríkjamenn ætla að senda herskip og orrustuþotur í gegnum Taívan-sund á komandi vikum. Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. 9. ágúst 2022 13:10 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2. ágúst 2022 18:10 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Kínverjar héldu langar og umfangsmiklar heræfingar undan ströndum Taívans í kjölfar heimsóknar Pelosi. Þó heræfingunum hafi formlega lokið fyrr í vikunni, hefur kínverskum orrustuþotum daglega verið flogið inn í loftvarnarsvæði Taívans. Herskip hafa einnig greinst í kringum eyjuna í morgun, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Taívans. Sjá einnig: Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Þingmennirnir sem eru nú í Taívan tilheyra bæði Demókrata- og Repúblikanaflokknum og er hópurinn leiddur af öldungadeildarþingmanninum Ed Markey, sem er Demókrati, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aðrir í hópnum eru Aumua Amata Coleman Radewagen, fulltrúadeildarþingmaður Repúlbikanaflokksins frá amerísku Samóa, John Garamendi og Alan Lowenthal, sem báðir eru fulltrúadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá Kaliforníu, og Don Beyer, demókrati frá Virginíu. Hópurinn mun meðal annars hitta Tsai Ing-wen, forseti Taívans, og halda ferðalagi þeirra um Asía áfram á morgun. Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Kínverskum orrustuþotum og sprengjuflugvél flogið yfir Taívansundi.AP/Li Bingyu Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Sjá einnig: Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Ráðamenn í Kína saka Bandaríkjamenn um að reyna að ýta undir sjálfstæði í Taívan. Bæði með því að eiga í samskiptum við eyríkið og með því að selja Taívönum vopn. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki styðja það að Taívan lýsi formlega yfir sjálfstæði og að deilur ríkjanna eigi að leysa með friðsömum hætti. Bandaríkjamenn ætla að senda herskip og orrustuþotur í gegnum Taívan-sund á komandi vikum.
Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. 9. ágúst 2022 13:10 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2. ágúst 2022 18:10 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. 9. ágúst 2022 13:10
Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15
Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2. ágúst 2022 18:10