Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2022 22:26 Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kókaíni í einni sendingu en nú. Myndin er úr safni. Getty Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur. Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur. Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08