Bréfið að fara hryllilega í alla Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 17:00 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóla - félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, segir bréfið sem íbúum á Laugarvatni vera hótunarbréf. Magnús Hkynur/Vísir Í dag fengu íbúar hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni bréf frá sveitarstjórn þar sem þeim var sagt að þeir þyrftu að yfirgefa húsin innan tveggja vikna. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir bréfið fara hryllilega í alla íbúa en sveitarstjóri í Bláskógabyggð segir að fólki hafi átt að vera þetta ljóst. Í gærkvöldi og í dag hefur íbúum hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni borist bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar þar sem þeim er sagt að eftir tvær vikur verði ekkert rafmagn og vatn á svæðinu. Því þurfi fólk að vera búið að yfirgefa húsin fyrir þann tíma. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að fólk hafi staðið í þeirri trú að það hefði til áramóta til að yfirgefa svæðið. Auðvitað hafi fólk ekki verið að standa í því að rífa húsin á meðan samningaviðræður stóðu yfir en þeim lauk fyrr í sumar með þeirri ákvörðun að svæðinu yrði lokað. „Það er verið að hóta þarna að taka af okkur rafmagnið, vatnið um mánaðamótin, læsa svæðinu, siga á okkur sýslumanni og dagsektum. Við eigum bara að vera farin út eftir tvær vikur. Þau hafa ekki kynnt sér stöðuna á svæðinu. Ég held að það séu kannski tíu til tólf hús sem eru ekki seld eða búið að ráðstafa. Það er bara verið að rífa alla daga þegar veður leyfir,“ segir Hrafnhildur. Hún segir engan geta skrúfað neitt í sundur ef ekkert rafmagn er á svæðinu, hvað þá aldrað fólk og öryrkjar sem búa á svæðinu. Ekki sé neinn að fara að handskrúfa allt í sundur. „Mér finnst ekki vera verið að koma til móts við fólk með þessu hótunum. Þetta er að fara alveg hryllilega í alla, þá sérstaklega eldra fólkið okkar. Gamla fólkið trúir þessu ekki, enn ein árásin á okkur. Það er verið að setja tímapressu á fólk, veðrið er búið að vera ömurlegt í sumar. [...] Sveitarstjóri fullyrðir alls staðar þar sem hún er spurð að það sé ekki búið að ráðstafa þessu landi. Af hverju þarf þá allan þennan hasar?“ segir Hrafnhildur. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þó að það hafi aldrei verið þannig að allir myndu fá að dvelja þar fram að áramótum. Fólki hafi því verið ljóst að það þyrfti að yfirgefa svæðið á næstunni. „Þannig er að allir fengu bréf fyrir rúmu ári síðan að samningarnir þeirra yrðu ekki endurnýjaðir þegar þeir rynnu út, sem var um síðustu áramót. Fólk þyrfti að yfirgefa hjólhýsasvæðið þegar sá tímapunktur væri liðinn. Það eru að verða átta mánuðir síðan. Það eru nokkrir á hjólhýsasvæðinu með öðruvísi samninga og mega vera fram að næstu áramótum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu en einhverjir komu seinna á svæðið og skrifuðu undir tveggja ára samning. Hún segir að bréfið hafi verið sent til að benda þeim á það að samningur þeirra væri löngu runninn út og að það þyrfti nú að fara að fara. „Auðvitað eru margir að vinna í því og margir búnir að vera að gera ráðstafanir í sumar. Allir eru með samninga þar sem stendur að þeir eigi að skila af sér hjólhýsastæðunum þegar samningurinn rennur út. Margir eru byrjaðir að vinna í því en margir eiga eitthvað eftir,“ segir Ásta. Hún segir að þessi mánaðamót hafi verið valin því þá eigi að slökkva á rafmagni og vatni, líkt og gert er öll önnur ár þegar september gengur í garð. Það hafi aldrei verið vatn á svæðinu því það frjósi bara. „Það er bara verið að segja fólki að það á að vera löngu farið og þeir sem eru ekki farnir eiga bara að fara. Þeir þurfa að vita það að eftir mánaðamótin ágúst september þá verður ekkert verandi þarna. [...] Nú þarf að klára þetta mál, vonandi tekst að gera það þannig að fólk komi sínum eigum í burtu og það þurfi engar aðgerðir til þess. Ég ætla rétt að vona að það verði þannig,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í gærkvöldi og í dag hefur íbúum hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni borist bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar þar sem þeim er sagt að eftir tvær vikur verði ekkert rafmagn og vatn á svæðinu. Því þurfi fólk að vera búið að yfirgefa húsin fyrir þann tíma. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að fólk hafi staðið í þeirri trú að það hefði til áramóta til að yfirgefa svæðið. Auðvitað hafi fólk ekki verið að standa í því að rífa húsin á meðan samningaviðræður stóðu yfir en þeim lauk fyrr í sumar með þeirri ákvörðun að svæðinu yrði lokað. „Það er verið að hóta þarna að taka af okkur rafmagnið, vatnið um mánaðamótin, læsa svæðinu, siga á okkur sýslumanni og dagsektum. Við eigum bara að vera farin út eftir tvær vikur. Þau hafa ekki kynnt sér stöðuna á svæðinu. Ég held að það séu kannski tíu til tólf hús sem eru ekki seld eða búið að ráðstafa. Það er bara verið að rífa alla daga þegar veður leyfir,“ segir Hrafnhildur. Hún segir engan geta skrúfað neitt í sundur ef ekkert rafmagn er á svæðinu, hvað þá aldrað fólk og öryrkjar sem búa á svæðinu. Ekki sé neinn að fara að handskrúfa allt í sundur. „Mér finnst ekki vera verið að koma til móts við fólk með þessu hótunum. Þetta er að fara alveg hryllilega í alla, þá sérstaklega eldra fólkið okkar. Gamla fólkið trúir þessu ekki, enn ein árásin á okkur. Það er verið að setja tímapressu á fólk, veðrið er búið að vera ömurlegt í sumar. [...] Sveitarstjóri fullyrðir alls staðar þar sem hún er spurð að það sé ekki búið að ráðstafa þessu landi. Af hverju þarf þá allan þennan hasar?“ segir Hrafnhildur. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þó að það hafi aldrei verið þannig að allir myndu fá að dvelja þar fram að áramótum. Fólki hafi því verið ljóst að það þyrfti að yfirgefa svæðið á næstunni. „Þannig er að allir fengu bréf fyrir rúmu ári síðan að samningarnir þeirra yrðu ekki endurnýjaðir þegar þeir rynnu út, sem var um síðustu áramót. Fólk þyrfti að yfirgefa hjólhýsasvæðið þegar sá tímapunktur væri liðinn. Það eru að verða átta mánuðir síðan. Það eru nokkrir á hjólhýsasvæðinu með öðruvísi samninga og mega vera fram að næstu áramótum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu en einhverjir komu seinna á svæðið og skrifuðu undir tveggja ára samning. Hún segir að bréfið hafi verið sent til að benda þeim á það að samningur þeirra væri löngu runninn út og að það þyrfti nú að fara að fara. „Auðvitað eru margir að vinna í því og margir búnir að vera að gera ráðstafanir í sumar. Allir eru með samninga þar sem stendur að þeir eigi að skila af sér hjólhýsastæðunum þegar samningurinn rennur út. Margir eru byrjaðir að vinna í því en margir eiga eitthvað eftir,“ segir Ásta. Hún segir að þessi mánaðamót hafi verið valin því þá eigi að slökkva á rafmagni og vatni, líkt og gert er öll önnur ár þegar september gengur í garð. Það hafi aldrei verið vatn á svæðinu því það frjósi bara. „Það er bara verið að segja fólki að það á að vera löngu farið og þeir sem eru ekki farnir eiga bara að fara. Þeir þurfa að vita það að eftir mánaðamótin ágúst september þá verður ekkert verandi þarna. [...] Nú þarf að klára þetta mál, vonandi tekst að gera það þannig að fólk komi sínum eigum í burtu og það þurfi engar aðgerðir til þess. Ég ætla rétt að vona að það verði þannig,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira