Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 11:30 Darwin Nunez er dýrasti leikmaður félagsskiptagluggans til þessa. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan. Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti