Fyrsta umferð bikarsins er leikin í riðlaformi en Skövde hafði unnið fyrsta leik sinn gegn Anderstorps. Ljóst var að sigur gegn Amo í dag færi langt með að tryggja liðið áfram.
Leikurinn var jafn framan af en góður lokakafli Amo í fyrri hálfleik breytti stöðunni úr 11-10 í 16-11. Munurinn var þá fjögur mörk í hálfleik, 18-14 fyrir Amo.
Skövde svaraði strax og skoraði fyrstu þrjú mörk síðari hálleiks til að minnka muninn í eitt mark. Liðið jafnaði 21-21 og tók við spennandi kafli áður en Skövde sleit sig frá liði Amo á lokakaflanum og vann fjögurra marka sigur, 33-29.
Bjarni Ófeigur skoraði tvö marka Skövde í leiknum.
Skövde og Ystads eru bæði með fjögur stig í riðlinum en Amo og Anderstorps án stiga. Tvö efstu liðin fara áfram og þau tvö fyrrnefndu því örugg áfram í næstu umferð.
Þau spila úrslitaleik um efsta sæti riðilsins næstu helgi, þann 28. ágúst.