Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 14:25 Guðrúnartún 1 þar sem skrifstofa ASÍ er til húsa auk annarra félaga. VÍSIR/VILHELM Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum. Kjaramál ASÍ Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum.
Kjaramál ASÍ Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira