Milner hraunaði yfir Van Dijk Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 09:00 James Milner var í byrjunarliði Liverpool í gær. Hann var afar ósáttur við frammistöðu Virgils van Dijk. Getty/Michael Regan James Milner var hundóánægður með varnarleik félaga síns, Virgils van Dijk, þegar Manchester United skoraði fyrra mark sitt í 2-1 sigrinum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jadon Sancho kom United í 1-0 á 16. mínútu eftir að hafa fengið afar mikinn tíma til að athafna sig í miðjum vítateig Liverpool. Milner reyndi að kasta sér fyrir skot Sancho en lét leika á sig og Sancho skoraði svo auðveldlega í vinstra hornið. Á meðan á þessu stóð þá stóð Van Dijk því sem næst kyrr, á milli Sancho og marksins, í stað þess að fara nær honum og reyna að verjast, við litla kátínu Milners. 'You go f***ing out to him!'James Milner BLASTS Liverpool team-mate Virgil van Dijk's defending after Jadon Sancho scored for Man United https://t.co/ujzAruaI2R pic.twitter.com/KJU0LWNz4l— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2022 Þegar boltinn lá í netinu fór Milner upp að Van Dijk og lét hann heyra það. Daily Mail segir að Milner hafi sagt: „Þú fokking ferð út í hann.“ Þegar boltinn lá í netinu fór Milner upp að Van Dijk og lét hann heyra það. Daily Mail segir að Milner hafi sagt: „Þú fokking ferð út í hann.“ Jadon Sancho búinn að leika á James Milner og Alisson en Virgil van Dijk bíður átekta.Getty/Michael Regan Í seinni hálfleiknum sagði svo Jamie Carragher, í lýsingu á Sky Sports, að það væri greinilega einhver pirringur á milli Milners og Van Dijk: „Þeir eru búnir að argast í hvor öðrum í 10-15 sekúndur núna, öskrandi hvor á annan. Það er greinilega mikill pirringur þarna úti á vellinum, og það réttilega. Milner lét hann heyra það eftir fyrsta markið og þeir eru enn að rífast.“ Roy Keane gagnrýndi varnarleik Van Dijk í hálfleik, í útsendingu Sky Sports. „Ef maður skoðar Van Dijk þarna... hann er búinn að vera slappur á þessari leiktíð. Hann verður að stíga út þarna! Hann verður að hreyfa fæturna. Sjáið hann bara.“ Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira
Jadon Sancho kom United í 1-0 á 16. mínútu eftir að hafa fengið afar mikinn tíma til að athafna sig í miðjum vítateig Liverpool. Milner reyndi að kasta sér fyrir skot Sancho en lét leika á sig og Sancho skoraði svo auðveldlega í vinstra hornið. Á meðan á þessu stóð þá stóð Van Dijk því sem næst kyrr, á milli Sancho og marksins, í stað þess að fara nær honum og reyna að verjast, við litla kátínu Milners. 'You go f***ing out to him!'James Milner BLASTS Liverpool team-mate Virgil van Dijk's defending after Jadon Sancho scored for Man United https://t.co/ujzAruaI2R pic.twitter.com/KJU0LWNz4l— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2022 Þegar boltinn lá í netinu fór Milner upp að Van Dijk og lét hann heyra það. Daily Mail segir að Milner hafi sagt: „Þú fokking ferð út í hann.“ Þegar boltinn lá í netinu fór Milner upp að Van Dijk og lét hann heyra það. Daily Mail segir að Milner hafi sagt: „Þú fokking ferð út í hann.“ Jadon Sancho búinn að leika á James Milner og Alisson en Virgil van Dijk bíður átekta.Getty/Michael Regan Í seinni hálfleiknum sagði svo Jamie Carragher, í lýsingu á Sky Sports, að það væri greinilega einhver pirringur á milli Milners og Van Dijk: „Þeir eru búnir að argast í hvor öðrum í 10-15 sekúndur núna, öskrandi hvor á annan. Það er greinilega mikill pirringur þarna úti á vellinum, og það réttilega. Milner lét hann heyra það eftir fyrsta markið og þeir eru enn að rífast.“ Roy Keane gagnrýndi varnarleik Van Dijk í hálfleik, í útsendingu Sky Sports. „Ef maður skoðar Van Dijk þarna... hann er búinn að vera slappur á þessari leiktíð. Hann verður að stíga út þarna! Hann verður að hreyfa fæturna. Sjáið hann bara.“
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira