Lakers sækir fjandmann Westbrook Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 16:15 Russell Westbrook og Patrick Beverley verða seint taldir perluvinir. David Berding/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ákveðið að skipta Talen Hurton-Tucker út fyrir kjaftaskinn Patrick Beverley. Sá hefur lengi átt í deilum við Russell Westbrook, leikstjórnanda Lakers, ásamt því að urða reglulega yfir Lakers er hann lék með nágrönnunum í Clippers. Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst. Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst.
Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira