Pilsaþytur Viðreisnar Svanur Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2022 07:01 Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999. Til þessarar niðurstöðu hefur verið vitnað oft síðan. Það er hins vegar vandinn við umræðu um sjávarútveg á Íslandi að fræðilegi hlutinn víkur fyrir upphlaupum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Skýrt dæmi um þetta er grein formanns Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag (25 ágúst) sem hún kallar Pilsfaldakapítalisma. Í grein formannsins er gerð enn ein tilraunin til að selja þá hugmynd að það sé hægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi án þess að skaða skilvirkni og hagrænar forsendur þess og um leið afla ríkissjóði meiri tekna. Ekkert er meira fjarri lagi. Þróað fiskveiðistjórnunarkerfi Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er niðurstaða af langri þróun sem löggjafinn hefur unnið að í samráði við sjávarútveginn og aðra hagaðila í nú á fjórða áratug. Í öllum aðalatriðum hefur tekist vel til eins og rakið var rækilega í sérfræðiskýrslu Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi sem fjórir fræðimenn sendu frá sér á síðasta ári. Mér er til efs að ráðamenn í Viðreisn hafi lesið þessa skýrslu. Að henni stóðu dr. Sveinn Agnarsson, prófessor, sem stýrði vinnunni, Sigurjón Arason, prófessor, dr. Hörður G. Kristinsson og dr. Gunnar Haraldsson. Í skýrslu sinni vekja þeir athygli á þeirri staðreynd veiðigjaldið veikir samkeppnisstöðu íslensku fyrirtækjanna þó það endurspegli sannarlega efnahagslegan styrk greinarinnar enda sjávarútvegi annarra landa ekki gert að standa undir slíku gjaldi. Á árunum 2010-2013 voru arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði lægri hjá sjávarútvegsfyrirtækjum en fyrirtækjum almennt, en munurinn var lítill á árunum 2014-2018. Hlutfall arðgreiðslna í sjávarútvegi hefur ekki breyst síðan að neinu ráði og má sem dæmi taka að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji, greiðir ekki út arð vegna síðasta árs enda framundan miklar fjárfestingar sem munu skapa verðmæt störf. Veit Viðreisnarfólk þetta ekki þegar það notar hugtakið pilsfaldakapítalismi eða skilur það kannski ekki hugtakið? Í helstu samkeppnislöndum Íslands í sjávarútvegi eru til staðar ríkisstyrkir til handa sjávarútvegsfyrirtækjum. Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr hópi helstu samkeppnislanda hvað þetta varðar enda greiða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki veiðigjald. Ísland er þannig eina landið innan OECD þar sem sjávarútvegur greiðir meira til hins opinbera en greinin fær greitt úr opinberum sjóðum þó því sé ekki hampað í opinberri umræðu. Sú staðreynd að íslenskur sjávarútvegur geti þrátt fyrir þetta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er til merkis um styrkleika íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins í alþjóðlegu samhengi. Vel rekinn sjávarútvegur Í skýrslu fjórmenninganna er bent á að íslenskur sjávarútvegur selur afurðir á alþjóðamörkuðum og á þar í samkeppni við fyrirtæki frá öðrum ríkjum. Staða hans þar mótast af samspili margra þátta sem sumir hverjir eru á forræði Íslendinga en aðrir ekki. Mikilvægast er að hafa í huga að það er varkár nýtingarstefna, aflamarkskerfi í fiskveiðum, frjáls verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum, vel rekin fyrirtæki og öflugt samstarf sjávarútvegs og tækni- og þekkingarfyrirtækja sem hefur eflt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs og komið honum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Ef stjórnmálamenn vilja hætta þessu með óljós markmið að leiðarljósi þá er kannski tímabært að þeir útskýri hvað þeir ætla nákvæmlega að gera? Hlustum á fræðimennina Með skrifum eins og þeim sem birtast frá formanni Viðreisnar er verið að reyna að höfða til tilfinninga en ekki rökhugsunar og skynsemi. Það er svolítið útgangspunkturinn í öllu því sem formaðurinn segir og skrifar. Ef menn vilja ræða málefni sjávarútvegsins út frá vísindum og rökum mætti að ósekju kalla til fræðimenn eins og dr. Þráinn Eggertsson, dr. Rögnvald Hannesson, dr. Birgir Þór Runólfsson, dr. Ágúst Einarsson, dr. Ástu Dís Óladóttur, dr. Daði Má Kristófersson, dr. Arnar Bjarnason, dr. Ragnar Árnason, dr. Þór Sigfússon, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, Hreiðar Valtýsson aðstoðarprófessor, Hörð Sævaldsson lektor , dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, Helga Áss Grétarsson lögfræðing auk þeirra Sveins, Sigurjóns, Harðar og Gunnars sem áður var getið. Í þessum hópi er að finna fræðimenn, prófessora við íslenska og erlenda háskóla, seðlabankastjóra og fólk sem hefur gegnt ábyrgðarstörfum í íslensku þjóðlífi. Því til viðbótar hefur allt þetta fólk unnið ritrýnd verk um fyrirkomulag fiskveiða og sjávarútvegs og eru auðfúsugestir þegar efnt er til umræðu um sjávarútveg erlendis. Þar sem vel að merkja, Íslendingar eru taldir hafa mikið fram að færa. Ég held að flest þetta fólk telji að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé hið ágætasta fyrirkomulag, þar skiptir framsalið miklu en með því var útgerðarfélögunum sjálfum ætlað það hlutverk að sjá um hagræðingu í greininni, öfugt við það sem gerðist til dæmis í landbúnaði sem er nú að stórum hluta á ríkisframfæri. Íslenskur sjávarútvegur hefur hvað eftir annað sýnt styrk sinn þegar efnahagsþrengingar hafa riðið yfir íslenskt efnahagslíf. Það kom berlega í ljós í bankakreppunni eftir 2008 og síðan að nýju eftir efnahagsþrengingarnar sem leiddu af heimsfaraldri Covid-19. Sjávarútvegur og þær forsendur sem hann byggir á hefur með þessu sýnt að hann hefur þróað með sér einstaka getu til að jafna sveiflur í hagkerfinu og aukið með því viðnámsþrótt þess öllum landsmönnum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999. Til þessarar niðurstöðu hefur verið vitnað oft síðan. Það er hins vegar vandinn við umræðu um sjávarútveg á Íslandi að fræðilegi hlutinn víkur fyrir upphlaupum stjórnmálamanna á atkvæðaveiðum. Skýrt dæmi um þetta er grein formanns Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag (25 ágúst) sem hún kallar Pilsfaldakapítalisma. Í grein formannsins er gerð enn ein tilraunin til að selja þá hugmynd að það sé hægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi án þess að skaða skilvirkni og hagrænar forsendur þess og um leið afla ríkissjóði meiri tekna. Ekkert er meira fjarri lagi. Þróað fiskveiðistjórnunarkerfi Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er niðurstaða af langri þróun sem löggjafinn hefur unnið að í samráði við sjávarútveginn og aðra hagaðila í nú á fjórða áratug. Í öllum aðalatriðum hefur tekist vel til eins og rakið var rækilega í sérfræðiskýrslu Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi sem fjórir fræðimenn sendu frá sér á síðasta ári. Mér er til efs að ráðamenn í Viðreisn hafi lesið þessa skýrslu. Að henni stóðu dr. Sveinn Agnarsson, prófessor, sem stýrði vinnunni, Sigurjón Arason, prófessor, dr. Hörður G. Kristinsson og dr. Gunnar Haraldsson. Í skýrslu sinni vekja þeir athygli á þeirri staðreynd veiðigjaldið veikir samkeppnisstöðu íslensku fyrirtækjanna þó það endurspegli sannarlega efnahagslegan styrk greinarinnar enda sjávarútvegi annarra landa ekki gert að standa undir slíku gjaldi. Á árunum 2010-2013 voru arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði lægri hjá sjávarútvegsfyrirtækjum en fyrirtækjum almennt, en munurinn var lítill á árunum 2014-2018. Hlutfall arðgreiðslna í sjávarútvegi hefur ekki breyst síðan að neinu ráði og má sem dæmi taka að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji, greiðir ekki út arð vegna síðasta árs enda framundan miklar fjárfestingar sem munu skapa verðmæt störf. Veit Viðreisnarfólk þetta ekki þegar það notar hugtakið pilsfaldakapítalismi eða skilur það kannski ekki hugtakið? Í helstu samkeppnislöndum Íslands í sjávarútvegi eru til staðar ríkisstyrkir til handa sjávarútvegsfyrirtækjum. Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr hópi helstu samkeppnislanda hvað þetta varðar enda greiða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki veiðigjald. Ísland er þannig eina landið innan OECD þar sem sjávarútvegur greiðir meira til hins opinbera en greinin fær greitt úr opinberum sjóðum þó því sé ekki hampað í opinberri umræðu. Sú staðreynd að íslenskur sjávarútvegur geti þrátt fyrir þetta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er til merkis um styrkleika íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins í alþjóðlegu samhengi. Vel rekinn sjávarútvegur Í skýrslu fjórmenninganna er bent á að íslenskur sjávarútvegur selur afurðir á alþjóðamörkuðum og á þar í samkeppni við fyrirtæki frá öðrum ríkjum. Staða hans þar mótast af samspili margra þátta sem sumir hverjir eru á forræði Íslendinga en aðrir ekki. Mikilvægast er að hafa í huga að það er varkár nýtingarstefna, aflamarkskerfi í fiskveiðum, frjáls verðmyndun á innlendum fiskmörkuðum, vel rekin fyrirtæki og öflugt samstarf sjávarútvegs og tækni- og þekkingarfyrirtækja sem hefur eflt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs og komið honum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Ef stjórnmálamenn vilja hætta þessu með óljós markmið að leiðarljósi þá er kannski tímabært að þeir útskýri hvað þeir ætla nákvæmlega að gera? Hlustum á fræðimennina Með skrifum eins og þeim sem birtast frá formanni Viðreisnar er verið að reyna að höfða til tilfinninga en ekki rökhugsunar og skynsemi. Það er svolítið útgangspunkturinn í öllu því sem formaðurinn segir og skrifar. Ef menn vilja ræða málefni sjávarútvegsins út frá vísindum og rökum mætti að ósekju kalla til fræðimenn eins og dr. Þráinn Eggertsson, dr. Rögnvald Hannesson, dr. Birgir Þór Runólfsson, dr. Ágúst Einarsson, dr. Ástu Dís Óladóttur, dr. Daði Má Kristófersson, dr. Arnar Bjarnason, dr. Ragnar Árnason, dr. Þór Sigfússon, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, Hreiðar Valtýsson aðstoðarprófessor, Hörð Sævaldsson lektor , dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, Helga Áss Grétarsson lögfræðing auk þeirra Sveins, Sigurjóns, Harðar og Gunnars sem áður var getið. Í þessum hópi er að finna fræðimenn, prófessora við íslenska og erlenda háskóla, seðlabankastjóra og fólk sem hefur gegnt ábyrgðarstörfum í íslensku þjóðlífi. Því til viðbótar hefur allt þetta fólk unnið ritrýnd verk um fyrirkomulag fiskveiða og sjávarútvegs og eru auðfúsugestir þegar efnt er til umræðu um sjávarútveg erlendis. Þar sem vel að merkja, Íslendingar eru taldir hafa mikið fram að færa. Ég held að flest þetta fólk telji að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé hið ágætasta fyrirkomulag, þar skiptir framsalið miklu en með því var útgerðarfélögunum sjálfum ætlað það hlutverk að sjá um hagræðingu í greininni, öfugt við það sem gerðist til dæmis í landbúnaði sem er nú að stórum hluta á ríkisframfæri. Íslenskur sjávarútvegur hefur hvað eftir annað sýnt styrk sinn þegar efnahagsþrengingar hafa riðið yfir íslenskt efnahagslíf. Það kom berlega í ljós í bankakreppunni eftir 2008 og síðan að nýju eftir efnahagsþrengingarnar sem leiddu af heimsfaraldri Covid-19. Sjávarútvegur og þær forsendur sem hann byggir á hefur með þessu sýnt að hann hefur þróað með sér einstaka getu til að jafna sveiflur í hagkerfinu og aukið með því viðnámsþrótt þess öllum landsmönnum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun