„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 12:00 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, býst við skemmtilegum leik milli Vals og Breiðabliks í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Stöð 2 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun. „Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti