Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
„Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir.
Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða
Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans.
Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif.



