Veðurstofa Spánar segir haglið hafa verið tíu sentímetra breitt, að meðaltali. Óveðrið olli gífurlegum skemmdum.
Þetta ku vera stærsta haglél sem skollið hefur á Katalóníu í tuttugu ár. Haglélinu rigndi á bæinn í nokkrar mínútur eftir að það hófst á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Í frétt El País segir að stúlkan hafi fengið hagl í höfuðið og hún hafi dáið á sjúkrahúsi í kjölfarið.
Af þeim fimmtíu sem sagðir eru hafa slasast þurfti að sauma nokkra eftir að þeir urðu fyrir hagli.
Veðurfræðingar eiga von á meira óveðri á svæðinu og er mögulegt að stórt hagl gæti fallið aftur af himnum ofan.
QUINA BARBARITAT... Un altre vídeo d'aquest vespre a casa un amic, a la Bisbal d'Empordà. Sembla Oklahoma. Descomunal @eltempsTV3 @enricagud @Oriol_RB @Jordisolerramio @meteofarnell @meteocat @TomeuRigoR pic.twitter.com/ONrWbCsePr
— Marc Gassó Torrents (@MeteoGasso) August 30, 2022