Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2022 13:17 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (annar t.v.) er mættur með samstarfsmönnum sínum að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. AP/Alþjóðakjarnorkustofnunin Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48
Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24