„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 14:01 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á EM í Englandi í sumar og vonast eftir sams konar stuðningi á heimavelli á morgun. VÍSIR/VILHELM „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira