„Ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson vill ekkert vera að hugsa um yfirvofandi úrslitaleik við Holland strax. Getty/Charlotte Tattersall Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, sá ekki ástæðu til þess að kvarta yfir því að fyrir úrslitaleik Hollands og Íslands um sæti á HM á þriðjudag þyrfti aðeins Ísland að spila annan mikilvægan mótsleik í dag, gegn Hvíta-Rússlandi. Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01
„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35