Vígðu fyrsta heimagerða flugmóðurskipið Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 17:16 INS Vikrant, við sjóprufanir í ágúst. AP/Sjóher Indlands Indverjar vígðu í dag fyrsta heimabyggða flugmóðurskip ríkisins. INS Vikrant er eitt af tveimur starfræktum flugmóðurskipum Indverja en ráðamenn í Indlandi vilja auka mátt flota ríkisins og auka skipasmíðagetu Indlands til að sporna gegn auknum umsvifum Kína. AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum. Indland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum.
Indland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira