„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:40 Dagný Brynjarsdóttir fagnaði tveimur mörkum í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira